Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2243 svör fundust
Hver gerði rannsóknir á Merkúríusi?
Merkúríus er ein af þeim reikistjörnum sem hefur lítið verið könnuð. Það er vegna þess að erfitt er að koma geimförum á braut um hann. Merkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólu og þegar könnunarfar nálgast hann verður þyngdartog sólarinnar töluvert og hraði geimfarsins eykst. Þá þarf mikið eldsneyti til að hæg...
Er íslenska notuð í geimnum?
Já, íslenska er notuð í geimnum! Ekki þó í þeim skilningi að þar tali menn almennt íslensku heldur eru til nokkrir staðir í sólkerfinu sem bera íslensk heiti. Frá árinu 1919 hefur það verið í verkahring nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) að nefna fyrirbæri á hnöttum s...
Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?
Rússar (Sovétmenn) gerðu fyrstu tilraunir til að senda geimför til Mars á árunum 1960-1962, en þær mistókust allar. Fyrsta könnunarferð þangað, sem heppnaðist eins og til var ætlast, var farin árið 1964 er bandaríska geimfarið Mariner 4 flaug framhjá hnettinum og náði 20 ljósmyndum af litlum hluta yfirborðsins. Ma...
Hvað er heitt á Merkúríusi?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Af hverju hefur Merkúríus svona stóran járnkjarna?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Af hverju er reikistjarnan sem er næst sólu ekki bráðnuð fyrst hún er að megninu til úr málmi? (Rán Ólafsdóttir, f. 1992)Er gull á Merkúríusi? (Axel Michelsen, f. 1992)Af hverju er svona mikill munur á hitastigi á nóttu og degi á Merkúríusi? (Margrét Lilja)Me...
Hvað eða hver var eða er „Hollendingurinn fljúgandi“?
Ef leitað er á Netinu með leitarorðinu „Hollendingurinn fljúgandi" kemur í ljós að nafnið tengist ólíkum hlutum. Til dæmis bera ýmis fyrirtæki nafnið "Hollendingurinn fljúgandi". Á meðal þeirra má nefna veitingahús, diskótek, flugskóla, bátasmíðastöðvar, bakarí og meira að segja sorphreinsunarfyrirtæki. Nafn...
Hvaða pláneta er næst Mars?
Það er jörðin sem er næsta pláneta við Mars. Fjarlægðin milli þeirra er mjög breytileg, allt frá tæplega 56 milljón km til 400 milljón km. Þessi munur stafar af því að reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Röðin á plánetum sólkerfisins frá sólu er þessi: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpí...
Hvað hreyfast sameindir hratt þegar þær eru í -10°, 0° og 10° hita?
Hraði sameinda er háður hita, massa sameinda sem og formi (ham) efnisins. Hraði sameinda eykst með hita en minnkar með massa. Sameindir í vökva- eða storkuham eru ætíð í grennd við aðrar sameindir (sjá mynd 1) og verða þá fyrir krafthrifum. Mynd 1. Á myndinni sést dæmigerð sameindabygging fastefnis til vinstri ...
Hvað varð um steintöflurnar með boðorðunum tíu?
Afdrif steintaflnanna með boðorðunum 10 eru samofin afdrifum sáttmálsarkarinnar. Í raun veit enginn með vissu hvað um þetta varð en ýmsar kenningar hafa verið settar fram, flestar byggðar á lestri á Biblíunni. Steintöflurnar Samkvæmt 5. Mósebók gerði Drottinn sáttmála við Ísrael nærri fjallinu Hóreb (Sínaí) o...
Hver eru 10 stærstu dýr heims?
Þegar litið er á lista yfir tíu stærstu núlifandi dýr jarðar einskorðast hann við hvali. Listinn er sem hér segir: Nr.HeitiÞyngd1.Steypireyður (Balaenoptera musculus)130-150 tonn2.Norður-Kyrrahafssléttbakur (E. japanica)80-100 tonn3.Langreyður (Balaenoptera physalus)um 70 tonn4.Hnúfubakur (Megaptera novae...
Hvaða 10 málmar hafa lægst bræðslumark?
Hér fyrir neðan er tafla um þær 10 málmtegundir sem hafa lægsta bræðslumarkið. Hitastigið er gefið upp bæði á selsíus- og kelvin-kvarða. Eitt kelvín (K) er varmafræðilega jafnstórt og ein selsíusgráða (°C), eini munurinn er sá að kelvínkvarðinn hefur núllpunkt við alkul (-273,15 °C). Því er auðvelt að breyta á mil...
Af hverju er talað um boðorðin tíu þegar þau eru í raun fjórtán?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Í meginkafla Biblíunnar um „Boðorðin tíu“ eru þau fjórtán (svona ef þið vissuð það ekki), svo þá vaknar spurningin: Hver ákvað að kennd skyldu „bara“ þessi 10 og þá ekki síður hver ákvað hvaða 10 það skyldu vera? Það er sannarlega rétt hjá spyrjanda að það er hægt að lesa fleir...
Hver eru 10 sjaldgæfustu nöfnin á Íslandi?
Erfitt er að segja til um hver séu 10 sjaldgæfustu nöfn á Íslandi. Sum nöfn, sem áður voru þekkt, eru að hverfa og ef til vill aðeins einn eða tveir sem bera þau nú. Sem dæmi mætti nefna Hinrika, Ingifríður, Jónadab. Í dag er vinsælt að leita óvenjulegra nafna og eru því til ýmis nöfn sem aðeins eru borin af einni...
Hver eru 10 hæstu fjöllin í heiminum?
Tíu hæstu fjöll heims eru: Númer Heiti Hæð í metrum Hæð í fetum Staðsetning 1 Everestfjall 8850 29034 Nepal 2 Qogir (K2) 8611 28250 Indland (Kasmír) 3 Kangchenjunga 8598 28208 Nepal 4 Makalu 1 8481 27824 Nepal 5 Dhaulagiri 8172 26810 Nepal 6 Manaslu 1...
Hvaða 10 dýrategundir eru með stærstu heilana?
Hér fyrir neðan er listi yfir þær dýrategundir sem eru með stærstu heilana. Allt eru þetta spendýr og að fílum undanskildum eru allar tegundirnar á listanum sjávarspendýr. Rétt er að taka það fram að um er að ræða meðalheilaþyngd hjá þessum dýrategundum. TegundÞyngd (kg) Búrhvalur (Physeter macrocephalus) 7...