Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 700 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er atóm eða frumeind?

Það var Grikkinn Demókrítos (5. öld f.Kr.) sem fyrstur kom fram með hugtakið atóm (ódeilanlegur). Hann hugsaði sér að það væri smæsta byggingareining alls efnis. Það var síðan Dalton sem endurvakti hugmyndina snemma á nítjándu öld. Á þeirri öld færðist hugtakið yfir á minnstu eindir sem voru þekktar á þeim tíma og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er léttasta spendýr í heimi?

Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Hún er aðeins um 2 g að þyngd og 29-33 mm á lengd frá trýni að afturenda. Lesa má meira um þessa agnarlitlu leðurblöku í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er auðveldara að læra stærðfræði með venjulegri aðferð en með Trachtenberg-aðferðinni?

Þessari spurningu er erfitt að svara afdráttarlaust. Áhangendur Trachtenberg-kerfisins halda því fram að þeirra kerfi sé einfaldara og auðlærðara. Máli sínu til stuðnings nefna þeir sögur af því hvernig Trachtenberg-kerfið hefur bylt árangri krakka sem hafa ekki haft neinn áhuga á reikningi. Ekki er þó víst að þet...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað heitir stærsta bein mannslíkamans og hvar er það?

Í mannslíkamanum eru 206 bein. Aðeins 80 bein mynda beinagrindina en hin 126 eru eins konar fylgihlutir. Stærsta beinið er lærleggurinn í lærinu. Lærleggurinn er einnig lengsta, þyngsta og sterkasta beinið, hann getur þolað allt að 800-1100 kg álag. Í mönnum er lærleggurinn langur og nettur en í mannöpum er ha...

category-iconLæknisfræði

Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?

Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt. Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæm...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á frumefni og frumeind?

Íslenska orðið frumeind er þýðing á erlenda orðinu atom. Orðið atom var sett fram í byrjun 19. aldar sem hugtak yfir smæstu þekktu eindir þess tíma. Í dag er hins vegar vitað að frumeindir eru ekki minnstu eindir sem til eru. Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum raf...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er rjómi og hvernig er hann búinn til?

Einfalda svarið er að rjómi er búinn til úr mjólk, með því að skilja mjólkurfitu frá mjólkinni. Uppistaðan í mjólk er vatnsfasi (um 87% af mjólkinni) sem inniheldur aðallega prótín, fituefni/lípíð og kolvetni á formi mjólkursykurs/laktósa. Mjólkin inniheldur einnig vítamín og steinefni. Þegar mjólkin kemur bein...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru margir dropar af vatni í einum lítra?

Það fer vitanlega eftir stærð dropanna hversu marga þarf til að mynda einn lítra af vatni. Regndropar eru stærri en 0,5 mm í þvermál en nái þeir 4 millimetra þvermáli splundrast þeir yfirleitt í tvennt. Stundum geta þeir þó orðið allt að 6 millimetrar í þvermál en svo stórir dropar myndast ekki nema í mestu úrh...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða spendýr verpa eggjum?

Ýmislegt einkennir spendýrin. Þar mætti nefna loðinn feld sem veitir skjól en þó hafa margar tegundir misst hann í gegnum þróunarsöguna. Auk þess tengist neðri kjálkinn beint við höfuðkúpuna, þau hafa bein í miðeyra, það er hamar, steðja og ístað. En það sem flestum dettur í hug þegar talað er um spendýr er að þau...

category-iconLífvísindi: almennt

Er endurheimt votlendis gagnleg og viðurkennd aðferð til að vinna gegn hlýnun jarðar?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hvernig virkar endurheimt votlendis og er það besta leiðin til að berjast gegn loftslagsvánni? Af hverju að breyta ræktuðu landi í mýrlendi aftur? Hvernig getur mýrlendi "mengað" minna en graslendi sem er þurrt? Er endurheimt votlendis inni í Parísarsamkomulaginu? Er hún ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til tígrisdýr sem eru minni en ljón?

Minnstu tígrisdýrin (Panthera tigris) tilheyra deilitegundum sem lifa á eyjum Indónesíu. Af þessum deilitegundum er Súmötru-tígurinn sú eina sem er enn við lýði. Um 1970 dó Jövu-tígrisdýrið (Panthera tigris sondaica) út og Balí-tígrisdýrið (Panthera tigris balica) varð útdautt árið 1937. Súmötru-tígrisdýrið ve...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu?

Munurinn er sá að Suðurskautslandið er meginland en suðurpóllinn einn ákveðinn staður á þessu meginlandi. Suðurskautslandið eða Antarktíka er meginland á syðsta hluta jarðarinnar. Það er um 14,4 milljón km2 að flatarmáli og fimmta í röðinni ef talið er frá stærstu heimsálfunni til þeirrar minnstu. Þetta e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um fiseindir?

Fiseindir (e. neutrinos) teljast til öreinda, en allt efni í alheiminum er samsett úr litlum einingum sem vísindamenn nefna öreindir. Í minnstu hlutum er aragrúi öreinda. Fiseindir hafa lengi þótt mjög dularfullar. Þær víxlverka mjög lítið við annað efni og hafa löngum verið taldar hafa nær engan kyrrstöðumassa ...

category-iconHugvísindi

Hver er saga krossgátunnar?

Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi?

Fyrst þarf að greina örstutt þau hugtök sem felast í spurningunni. Samtöl, sem einnig ganga undir nafninu djúpviðtöl, er aðferð sem beitt er í félags- og heilbrigðisvísindum þar sem viðfangsefnið er fólk. Hér skilgreini ég félagsvísindi vítt; þau innibera fjölmargar greinar svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, ma...

Fleiri niðurstöður