Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?

Þórdís Kristinsdóttir

Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt.

Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæmis við vinnu í háværu umhverfi eða við mikla hlustun á háværa tónlist. Þetta veldur svokölluðu skyntaugaheyrnartapi (e. sensorineural hearing loss), það er heyrnartapi vegna skaða á taugum eða öðrum líffærum innra eyrans, ólíkt leiðniheyrnartapi (e. conductive hearing loss) sem stafar af fyrirstöðu eða leiðnitruflun í ytra eða miðeyra.

Það er í lagi að nota heyrnartól ef hljóðið frá þeim er ekki stillt of hátt. Í Bandaríkjunum er talið að heyrnartap vegna hávaða á öðru eða báðum eyrum barna á aldrinum 6-19 ára sé rúmlega 10%. Því ber að varast að hlusta á raftæki stillt á hæsta styrk og takmarka þann tíma sem hlustað er á styrk nálægt hámarki.

Heyrnartap vegna hávaða stafar af aflfræðilegum skemmdum á kuðungi (e. cochlea) sem inniheldur skynlíffæri heyrnar og yfirálagi á efnaskiptaferla vegna oförvunar. Eyrað skiptist í þrjá hluta: ytra eyra sem er sjáanlegur hluti eyra, hlust og hljóðhimna, miðeyrað sem er loftfyllt rými sem innheldur litlu heyrnarbeinin þrjú (hamar, steðja og ístað) og innra eyrað sem inniheldur skynlíffæri heyrnar og jafnvægis. Hljóðbylgjur koma inn um hlust og lenda á hljóðhimnu sem fer að titra í ákveðinni sveifluvídd. Titringurinn berst svo eftir heyrnarbeinunum sem magna upp titringinn og flytja hann til kuðungs í innra eyra. Kuðungurinn er vökvafyllt spírallaga líffæri sem skiptist í nokkur hólf og inniheldur líffæri sem kallast Cortis en það er skynlíffæri heyrnar og samanstendur meðal annars af hárfrumum sem skynja aflfræðilegt hljóð og ummynda það yfir í taugaboð sem eru flutt til heilans. Við oförvun vegna mikils hávaða verður yfirálag á efnaskipaferla og ofhleðsla efna á borð við nituroxíð (NO) sem veldur skemmdum á hárfrumum og myndun sindurefna (e. free radicals) sem hafa eituráhrif á hljóðhimnu.

Heyrnartap vegna hávaða verður fyrst á hljóði af hárri tíðni, en með tímanum veldur útsetning heyrnartapi á fleiri tíðnum. Umfang heyrnarskaða fer eftir styrk hljóðs og hversu lengi hlustað er í einu. Talið er að heyrnartap vegna hávaða á öðru eða báðum eyrum barna á aldrinum 6-19 ára í Bandaríkjunum sé yfir 10%. Því ber að varast að hlusta á raftæki stillt á hæsta styrk og takmarka þann tíma sem hlustað er á styrk nálægt hámarki.

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.10.2013

Spyrjandi

Bekkur 102 í Hólabrekkuskóla

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?“ Vísindavefurinn, 8. október 2013. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64400.

Þórdís Kristinsdóttir. (2013, 8. október). Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64400

Þórdís Kristinsdóttir. „Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2013. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64400>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?
Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt.

Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæmis við vinnu í háværu umhverfi eða við mikla hlustun á háværa tónlist. Þetta veldur svokölluðu skyntaugaheyrnartapi (e. sensorineural hearing loss), það er heyrnartapi vegna skaða á taugum eða öðrum líffærum innra eyrans, ólíkt leiðniheyrnartapi (e. conductive hearing loss) sem stafar af fyrirstöðu eða leiðnitruflun í ytra eða miðeyra.

Það er í lagi að nota heyrnartól ef hljóðið frá þeim er ekki stillt of hátt. Í Bandaríkjunum er talið að heyrnartap vegna hávaða á öðru eða báðum eyrum barna á aldrinum 6-19 ára sé rúmlega 10%. Því ber að varast að hlusta á raftæki stillt á hæsta styrk og takmarka þann tíma sem hlustað er á styrk nálægt hámarki.

Heyrnartap vegna hávaða stafar af aflfræðilegum skemmdum á kuðungi (e. cochlea) sem inniheldur skynlíffæri heyrnar og yfirálagi á efnaskiptaferla vegna oförvunar. Eyrað skiptist í þrjá hluta: ytra eyra sem er sjáanlegur hluti eyra, hlust og hljóðhimna, miðeyrað sem er loftfyllt rými sem innheldur litlu heyrnarbeinin þrjú (hamar, steðja og ístað) og innra eyrað sem inniheldur skynlíffæri heyrnar og jafnvægis. Hljóðbylgjur koma inn um hlust og lenda á hljóðhimnu sem fer að titra í ákveðinni sveifluvídd. Titringurinn berst svo eftir heyrnarbeinunum sem magna upp titringinn og flytja hann til kuðungs í innra eyra. Kuðungurinn er vökvafyllt spírallaga líffæri sem skiptist í nokkur hólf og inniheldur líffæri sem kallast Cortis en það er skynlíffæri heyrnar og samanstendur meðal annars af hárfrumum sem skynja aflfræðilegt hljóð og ummynda það yfir í taugaboð sem eru flutt til heilans. Við oförvun vegna mikils hávaða verður yfirálag á efnaskipaferla og ofhleðsla efna á borð við nituroxíð (NO) sem veldur skemmdum á hárfrumum og myndun sindurefna (e. free radicals) sem hafa eituráhrif á hljóðhimnu.

Heyrnartap vegna hávaða verður fyrst á hljóði af hárri tíðni, en með tímanum veldur útsetning heyrnartapi á fleiri tíðnum. Umfang heyrnarskaða fer eftir styrk hljóðs og hversu lengi hlustað er í einu. Talið er að heyrnartap vegna hávaða á öðru eða báðum eyrum barna á aldrinum 6-19 ára í Bandaríkjunum sé yfir 10%. Því ber að varast að hlusta á raftæki stillt á hæsta styrk og takmarka þann tíma sem hlustað er á styrk nálægt hámarki.

Mynd:

...