Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?

Guðvarður Már Gunnlaugsson

Kristin trú varð til í Rómaveldi fyrir tæpum 2000 árum. Í vesturhluta ríkisins var töluð latína en gríska í austurhlutanum. Rómverjar höfðu lært að skrifa af Grikkjum en löguðu stafina til og breyttu hljóðgildi sumra; þeir notuðu það sem nú er kallað latneskt letur. Kaþólsk kirkja þróaðist í þessu víðlenda ríki á næstu árhundruðum og tók upp latínuna sem opinbert mál.

Kirkjan þurfti á bókum að halda til að boða trúna og nota við messugjörð. Var þar um að ræða bækur af ýmsu tagi: Biblíuna, messubækur og sögur heilagra manna. Bækur á latínu fylgdu því kristniboði norður alla Evrópu á miðöldum. Oft gat tekið langan tíma fyrir kirkjuna að ná fótfestu á nýjum landsvæðum því að kenna þurfti ungum mönnum latínu og að lesa og skrifa áður en þeir gátu orðið prestar.

Útbreiðslu kristinnar trúar fylgdi menntun, læsi og bækur. Það var því mjög eðlileg þróun að við kristnitöku á Íslandi um árið 1000 tæki yfirstétt landsins upp latneskt letur í stað rúnaleturs. Latínan var alþjóðlegt mál kirkjunnar og með latínu í farteskinu var hægt að eiga samskipti við menntaða menn um alla vestan- og norðanverða Evrópu; á hinn bóginn var rúnakunnátta á þessum tíma nánast einskorðuð við Norðurlönd. Eftir að farið var að skrifa á móðurmálinu var læsi ekki bundið við kirkjunnar þjóna þótt meirihluti landsmanna hafi örugglega verið ólæs fram um miðja 18. öld.


Vaksalasteinninn frá Svíþjóð á 11. öld. Á hann eru ristar fúþark-rúnir af yngri gerð.

Þekking á rúnum dó alls ekki út við upptöku latnesks leturs og virðist hafa lifað fram eftir öldum, bæði á Íslandi og í Skandinavíu, þótt rúnir hafi örugglega verið notaðar sífellt minna með tímanum. Á 12. öld virðist rúnakunnátta hafa verið töluvert útbreidd í Noregi og jafnvel á Íslandi því að varðveittar eru margar rúnaáletranir frá þeim tíma.

Lögun rúnanna er þannig að mun auðveldara er að rista þær en latínustafi í tré eða bein; því hafa rúnir verið notaðar samhliða latnesku stafrófi, til dæmis til að merkja vörur, en þá voru rúnir ristar á tréspjöld sem voru bundin við vörurnar. Þegar Bryggjan í Björgvin brann árið 1955 fundust í grunni sumra húsanna mörg merkispjöld af þessu tagi en líka margt fleira sem sýnir lifandi rúnakunnáttu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðvarður Már Gunnlaugsson

rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar

Útgáfudagur

24.7.2006

Spyrjandi

Hinrik Örn Þorfinnsson
Ástríður Anna Kristjánsdóttir

Tilvísun

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6079.

Guðvarður Már Gunnlaugsson. (2006, 24. júlí). Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6079

Guðvarður Már Gunnlaugsson. „Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6079>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?
Kristin trú varð til í Rómaveldi fyrir tæpum 2000 árum. Í vesturhluta ríkisins var töluð latína en gríska í austurhlutanum. Rómverjar höfðu lært að skrifa af Grikkjum en löguðu stafina til og breyttu hljóðgildi sumra; þeir notuðu það sem nú er kallað latneskt letur. Kaþólsk kirkja þróaðist í þessu víðlenda ríki á næstu árhundruðum og tók upp latínuna sem opinbert mál.

Kirkjan þurfti á bókum að halda til að boða trúna og nota við messugjörð. Var þar um að ræða bækur af ýmsu tagi: Biblíuna, messubækur og sögur heilagra manna. Bækur á latínu fylgdu því kristniboði norður alla Evrópu á miðöldum. Oft gat tekið langan tíma fyrir kirkjuna að ná fótfestu á nýjum landsvæðum því að kenna þurfti ungum mönnum latínu og að lesa og skrifa áður en þeir gátu orðið prestar.

Útbreiðslu kristinnar trúar fylgdi menntun, læsi og bækur. Það var því mjög eðlileg þróun að við kristnitöku á Íslandi um árið 1000 tæki yfirstétt landsins upp latneskt letur í stað rúnaleturs. Latínan var alþjóðlegt mál kirkjunnar og með latínu í farteskinu var hægt að eiga samskipti við menntaða menn um alla vestan- og norðanverða Evrópu; á hinn bóginn var rúnakunnátta á þessum tíma nánast einskorðuð við Norðurlönd. Eftir að farið var að skrifa á móðurmálinu var læsi ekki bundið við kirkjunnar þjóna þótt meirihluti landsmanna hafi örugglega verið ólæs fram um miðja 18. öld.


Vaksalasteinninn frá Svíþjóð á 11. öld. Á hann eru ristar fúþark-rúnir af yngri gerð.

Þekking á rúnum dó alls ekki út við upptöku latnesks leturs og virðist hafa lifað fram eftir öldum, bæði á Íslandi og í Skandinavíu, þótt rúnir hafi örugglega verið notaðar sífellt minna með tímanum. Á 12. öld virðist rúnakunnátta hafa verið töluvert útbreidd í Noregi og jafnvel á Íslandi því að varðveittar eru margar rúnaáletranir frá þeim tíma.

Lögun rúnanna er þannig að mun auðveldara er að rista þær en latínustafi í tré eða bein; því hafa rúnir verið notaðar samhliða latnesku stafrófi, til dæmis til að merkja vörur, en þá voru rúnir ristar á tréspjöld sem voru bundin við vörurnar. Þegar Bryggjan í Björgvin brann árið 1955 fundust í grunni sumra húsanna mörg merkispjöld af þessu tagi en líka margt fleira sem sýnir lifandi rúnakunnáttu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...