Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi?

Alexander Kristinsson og Sólrún Sigurðardóttir

Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist á Norðurlöndum og á Bretlandi.

Eldra rúnakerfið. Myndin er fengin úr Íslensku alfræðiorðabókinni. Þar er fjórða rúnin frá vinstri í neðstu línu ranglega merkt sem u en á þessari mynd er það leiðrétt og hún merkt sem m.

Á Víkingaöld notuðu menn rúnaletur og var letrið rist á horn, tré og steina. Íslenskar rúnaristur hafa fundist á legsteinum frá 1300-1700. Textar í rúnaletri voru ekki mjög langir enda gat verið seinlegt að rista þá. Rúnaletrið var einfalt og sumir stafir gátu táknað meira en eitt hljóð. Rúnastafrófið er nefnt fúþark eftir fyrstu sex stöfunum.

Yngri gerð rúnaletursins.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Benedikt G. Waage og Stefáni Valdimarssyni fyrir að benda á villuna í rúnastafrófinu á fyrri myndinni.

Höfundar

nemandi í Lindaskóla

nemandi í Réttarholtsskóla

Útgáfudagur

26.11.2003

Spyrjandi

Þorvaldur Davíðsson, f. 1990
Tryggvi Tryggvason, f. 1987
Davíð Jónsson, f. 1988
Sigurjón Guðmundsson, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

Alexander Kristinsson og Sólrún Sigurðardóttir. „Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. nóvember 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3887.

Alexander Kristinsson og Sólrún Sigurðardóttir. (2003, 26. nóvember). Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3887

Alexander Kristinsson og Sólrún Sigurðardóttir. „Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. nóv. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3887>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi?
Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist á Norðurlöndum og á Bretlandi.

Eldra rúnakerfið. Myndin er fengin úr Íslensku alfræðiorðabókinni. Þar er fjórða rúnin frá vinstri í neðstu línu ranglega merkt sem u en á þessari mynd er það leiðrétt og hún merkt sem m.

Á Víkingaöld notuðu menn rúnaletur og var letrið rist á horn, tré og steina. Íslenskar rúnaristur hafa fundist á legsteinum frá 1300-1700. Textar í rúnaletri voru ekki mjög langir enda gat verið seinlegt að rista þá. Rúnaletrið var einfalt og sumir stafir gátu táknað meira en eitt hljóð. Rúnastafrófið er nefnt fúþark eftir fyrstu sex stöfunum.

Yngri gerð rúnaletursins.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Benedikt G. Waage og Stefáni Valdimarssyni fyrir að benda á villuna í rúnastafrófinu á fyrri myndinni....