Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verkar strokleður?

Halldór Svavarsson

Sá eiginleiki strokleðurs að fjarlægja blýantsför af pappír er oftast tekinn sem sjálfsagður þó að margir kannist eflaust við að hafa einhvern tímann velt honum fyrir sér.

Skýringin á verkun strokleðursins felst í gerð og eðli "blýsins" í blýantinum. Það er nefnilega ekkert blý í blýanti! Það sem við köllum í daglegu tali "blý" eða ritblý er blanda af fíngerðum kolefnisögnum, svonefndu grafíti, og leir. Grafít, sem er dökkgrátt að lit, er mjög mjúkt efni og smyrst auðveldlega út undir þrýstingi, enda gjarnan notað sem smurefni í legur. Leirinn sem heldur grafítögnunum saman er enn mýkra efni og eykur því á smyrjanleika ritblýsins. Hlutfallið milli leirsins og grafítsins ræður því hversu hart ritblýið verður. Sé mikið af leir verður það mjúkt en hart annars.

Þegar yfirborð pappírs er skoðað í smásjá sést vel að það er hrufótt eins og fíngerður sandpappír. Við það að draga blýant eftir pappírnum festast grafítagnir ásamt leir í holum og skorningum í pappírnum og grá slóð verður eftir. Strokleðrið sjálft er úr mjúku gúmmíi og þegar því er nuddað yfir blýantsförin umlykur það grafít-agnirnar og lyftir þeim upp af blaðinu. Það sem eyðist af strokleðrinu inniheldur því grafítagnir og leir. Þetta minnir um margt á þegar kökudeig er hnoðað á borðplötu sem búið er að strá hveiti yfir. Hveitið loðir við deigið og borðið verður autt á eftir.

Einnig er hægt að setja litaðar agnir í ritblýið (trélitir) en þær eru yfirleitt ekki eins mjúkar og grafítið og því þarf að lita fastar. Við það aflagast pappírinn og ritblýið þrýstist dýpra ofan í hann. Þá verður erfiðara að stroka út án þess að ummerki sjáist á eftir. Svo eru reyndar til blekstrokleður en þá er búið að setja harðar agnir í strokleðrið sem rífa upp efsta lag pappírsins með blekinu.

Mynd: HB

Sjá einnig svar við Hver fann upp blýantinn?

Höfundur

Halldór Svavarsson

dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík

Útgáfudagur

16.10.2000

Spyrjandi

Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir

Tilvísun

Halldór Svavarsson. „Hvernig verkar strokleður?“ Vísindavefurinn, 16. október 2000, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=995.

Halldór Svavarsson. (2000, 16. október). Hvernig verkar strokleður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=995

Halldór Svavarsson. „Hvernig verkar strokleður?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2000. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=995>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verkar strokleður?
Sá eiginleiki strokleðurs að fjarlægja blýantsför af pappír er oftast tekinn sem sjálfsagður þó að margir kannist eflaust við að hafa einhvern tímann velt honum fyrir sér.

Skýringin á verkun strokleðursins felst í gerð og eðli "blýsins" í blýantinum. Það er nefnilega ekkert blý í blýanti! Það sem við köllum í daglegu tali "blý" eða ritblý er blanda af fíngerðum kolefnisögnum, svonefndu grafíti, og leir. Grafít, sem er dökkgrátt að lit, er mjög mjúkt efni og smyrst auðveldlega út undir þrýstingi, enda gjarnan notað sem smurefni í legur. Leirinn sem heldur grafítögnunum saman er enn mýkra efni og eykur því á smyrjanleika ritblýsins. Hlutfallið milli leirsins og grafítsins ræður því hversu hart ritblýið verður. Sé mikið af leir verður það mjúkt en hart annars.

Þegar yfirborð pappírs er skoðað í smásjá sést vel að það er hrufótt eins og fíngerður sandpappír. Við það að draga blýant eftir pappírnum festast grafítagnir ásamt leir í holum og skorningum í pappírnum og grá slóð verður eftir. Strokleðrið sjálft er úr mjúku gúmmíi og þegar því er nuddað yfir blýantsförin umlykur það grafít-agnirnar og lyftir þeim upp af blaðinu. Það sem eyðist af strokleðrinu inniheldur því grafítagnir og leir. Þetta minnir um margt á þegar kökudeig er hnoðað á borðplötu sem búið er að strá hveiti yfir. Hveitið loðir við deigið og borðið verður autt á eftir.

Einnig er hægt að setja litaðar agnir í ritblýið (trélitir) en þær eru yfirleitt ekki eins mjúkar og grafítið og því þarf að lita fastar. Við það aflagast pappírinn og ritblýið þrýstist dýpra ofan í hann. Þá verður erfiðara að stroka út án þess að ummerki sjáist á eftir. Svo eru reyndar til blekstrokleður en þá er búið að setja harðar agnir í strokleðrið sem rífa upp efsta lag pappírsins með blekinu.

Mynd: HB

Sjá einnig svar við Hver fann upp blýantinn?...