Sólin Sólin Rís 07:56 • sest 19:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 08:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:39 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:57 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:56 • sest 19:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 08:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:39 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:57 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er tollastríð og hvað gerist þegar þau hefjast?

Þórólfur Matthíasson

Orðin tollastríð (e. tariff war) og viðskiptastríð (e. trade war) eru notuð til að lýsa aðstæðum þar sem ríkjasamsteypa eða ríki (land A) beita tollum og/eða öðrum viðskiptaþvingunum til að ná einhverjum vel eða illa skilgreindum markmiðum tengdum samskiptum við annað ríki (land B). Þá eru lagðir tollar, eða viðbótartollar, á ákveðna vöruflokka sem fluttir eru inn frá einu eða fleiri löndum. Einnig er hægt að beita öðrum þvingunarráðstöfunum á borð við auknar heilbrigðiskröfur (ef um matvæli er að ræða) eða krefjast þess að innflutningur viðkomandi vöru fari um fáfarna og illa mannaða tollhöfn.

Verð innfluttu vörunnar í landi A hækkar sem tollinum nemur og eftirspurn eftir þeirri vöru í landi A minnkar samtímis því sem ætla má að staðgönguvörur frá landi A séu hagstæðari í innkaupum en vörurnar frá landi B. Stjórnvöld í landi B geta kosið að láta kyrrt liggja. Þar með er tollastríði afstýrt nema land A hækki enn tolla á innflutningi frá landi B. En land B getur líka ákveðið að bregðast við með því að leggja tolla eða beita öðrum viðskiptaþvingunum á vörur eða vöruflokka sem land A flytur út til lands B. Þá er komið viðskiptastríð, þar sem löndin jafnvel skiptast á að hækka tolla á innflutningi frá mótaðilanum. Afleiðing tollahækkana í landi A er hækkun á verði innflutnings frá landi B sem aftur dregur úr eftirspurn og innflutningi frá landi B. Það eru neytendur í landi A sem í raun greiða kostnaðinn við tollahækkunina. Innlendir framleiðendur njóta verðhækkunar og aukinnar eftirspurnar eftir sinni framleiðslu.

Tollar voru helsta tekjulind þjóðríkja fram undir aldamótin 1900. Hnignun tolla helst í hendur við þróun markaðskerfis á kostnað sjálfsþurftarbúskapar. Söluskattar og tekjuskattar leysa tollana af hólmi. Vöruviðskipti í smásölu eru mun stærri skattstofn en innflutningur. Minnkandi áhrif tolla á tekjur og verðlag innflutnings staðfesta þessa þróun. Tollar á Íslandi eru nú um 0,4% af ríkissjóðstekjum.

Meðaltollur af innflutningi til Íslands var 1,63% árið 2022, fyrir Bandaríkin var hlutfallið 1,5% sama ár.[1] Hæstir meðaltollar eru í þróunarríkjum á borð við Bermúda og Caymaneyjar sem dæmi, eða á bilinu 20-30% meðaltollur af innflutningi. Þar, og í mörgum öðrum þróunarlöndum, eru tollar verulegur hluti tekna hins opinbera.

Tollar voru helsta tekjulind þjóðríkja fram undir aldamótin 1900. Hnignun tolla helst í hendur við þróun markaðskerfis á kostnað sjálfsþurftarbúskapar. Hæstir meðaltollar eru í þróunarríkjum á borð við Bermúda og Caymaneyjar Þar, og í mörgum öðrum þróunarlöndum, eru tollar verulegur hluti tekna hins opinbera.

Boðaðar hækkanir núverandi Bandaríkjaforseta á tollum í 10-25% gagnvart völdum löndum geta dregið verulega úr viðskiptum milli landanna með viðkomandi vöruflokka. Ríkissjóðir landanna njóta tollateknanna og gætu ráðstafað þeim til að bæta neytendum að einhverju leyti skaðann sem verðhækkanir valda þeim. En tekjur hins opinbera af ofurtollum eru jafnan óverulegar og engan veginn nægar til að bæta neytendum það tjón sem tollurinn veldur þeim í minnkandi kaupmætti vegna hækkandi innlends verðlags á tolluðu vörunum og minna valfrelsi. Nefna má að Kínverjar hafa hækkað tolla á stórum amerískum bílum í 40%. Tekjur af þeim tolli verða þó litlar þar sem þessir bílar eru þar með margfalt dýrari en kínverskir bílar.

Tilvísun:
  1. ^ Iceland - Tariff Rate, Applied, Weighted Mean, All Products - 2025 Data 2026 Forecast 1993-2022 Historical. (Sótt 12.02.2025).

Myndir:

Höfundur

Þórólfur Matthíasson

prófessor emeritus í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.2.2025

Spyrjandi

Margrét S., Jón Magnússon

Tilvísun

Þórólfur Matthíasson. „Hvað er tollastríð og hvað gerist þegar þau hefjast?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2025, sótt 12. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87526.

Þórólfur Matthíasson. (2025, 13. febrúar). Hvað er tollastríð og hvað gerist þegar þau hefjast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87526

Þórólfur Matthíasson. „Hvað er tollastríð og hvað gerist þegar þau hefjast?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2025. Vefsíða. 12. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87526>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er tollastríð og hvað gerist þegar þau hefjast?
Orðin tollastríð (e. tariff war) og viðskiptastríð (e. trade war) eru notuð til að lýsa aðstæðum þar sem ríkjasamsteypa eða ríki (land A) beita tollum og/eða öðrum viðskiptaþvingunum til að ná einhverjum vel eða illa skilgreindum markmiðum tengdum samskiptum við annað ríki (land B). Þá eru lagðir tollar, eða viðbótartollar, á ákveðna vöruflokka sem fluttir eru inn frá einu eða fleiri löndum. Einnig er hægt að beita öðrum þvingunarráðstöfunum á borð við auknar heilbrigðiskröfur (ef um matvæli er að ræða) eða krefjast þess að innflutningur viðkomandi vöru fari um fáfarna og illa mannaða tollhöfn.

Verð innfluttu vörunnar í landi A hækkar sem tollinum nemur og eftirspurn eftir þeirri vöru í landi A minnkar samtímis því sem ætla má að staðgönguvörur frá landi A séu hagstæðari í innkaupum en vörurnar frá landi B. Stjórnvöld í landi B geta kosið að láta kyrrt liggja. Þar með er tollastríði afstýrt nema land A hækki enn tolla á innflutningi frá landi B. En land B getur líka ákveðið að bregðast við með því að leggja tolla eða beita öðrum viðskiptaþvingunum á vörur eða vöruflokka sem land A flytur út til lands B. Þá er komið viðskiptastríð, þar sem löndin jafnvel skiptast á að hækka tolla á innflutningi frá mótaðilanum. Afleiðing tollahækkana í landi A er hækkun á verði innflutnings frá landi B sem aftur dregur úr eftirspurn og innflutningi frá landi B. Það eru neytendur í landi A sem í raun greiða kostnaðinn við tollahækkunina. Innlendir framleiðendur njóta verðhækkunar og aukinnar eftirspurnar eftir sinni framleiðslu.

Tollar voru helsta tekjulind þjóðríkja fram undir aldamótin 1900. Hnignun tolla helst í hendur við þróun markaðskerfis á kostnað sjálfsþurftarbúskapar. Söluskattar og tekjuskattar leysa tollana af hólmi. Vöruviðskipti í smásölu eru mun stærri skattstofn en innflutningur. Minnkandi áhrif tolla á tekjur og verðlag innflutnings staðfesta þessa þróun. Tollar á Íslandi eru nú um 0,4% af ríkissjóðstekjum.

Meðaltollur af innflutningi til Íslands var 1,63% árið 2022, fyrir Bandaríkin var hlutfallið 1,5% sama ár.[1] Hæstir meðaltollar eru í þróunarríkjum á borð við Bermúda og Caymaneyjar sem dæmi, eða á bilinu 20-30% meðaltollur af innflutningi. Þar, og í mörgum öðrum þróunarlöndum, eru tollar verulegur hluti tekna hins opinbera.

Tollar voru helsta tekjulind þjóðríkja fram undir aldamótin 1900. Hnignun tolla helst í hendur við þróun markaðskerfis á kostnað sjálfsþurftarbúskapar. Hæstir meðaltollar eru í þróunarríkjum á borð við Bermúda og Caymaneyjar Þar, og í mörgum öðrum þróunarlöndum, eru tollar verulegur hluti tekna hins opinbera.

Boðaðar hækkanir núverandi Bandaríkjaforseta á tollum í 10-25% gagnvart völdum löndum geta dregið verulega úr viðskiptum milli landanna með viðkomandi vöruflokka. Ríkissjóðir landanna njóta tollateknanna og gætu ráðstafað þeim til að bæta neytendum að einhverju leyti skaðann sem verðhækkanir valda þeim. En tekjur hins opinbera af ofurtollum eru jafnan óverulegar og engan veginn nægar til að bæta neytendum það tjón sem tollurinn veldur þeim í minnkandi kaupmætti vegna hækkandi innlends verðlags á tolluðu vörunum og minna valfrelsi. Nefna má að Kínverjar hafa hækkað tolla á stórum amerískum bílum í 40%. Tekjur af þeim tolli verða þó litlar þar sem þessir bílar eru þar með margfalt dýrari en kínverskir bílar.

Tilvísun:
  1. ^ Iceland - Tariff Rate, Applied, Weighted Mean, All Products - 2025 Data 2026 Forecast 1993-2022 Historical. (Sótt 12.02.2025).

Myndir:...