Sólin Sólin Rís 05:41 • sest 21:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:59 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:01 • Síðdegis: 15:56 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:41 • sest 21:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:59 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:01 • Síðdegis: 15:56 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða keisara er átt við þegar verið er að deila um keisarans skegg?

Guðrún Kvaran

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:
Er hægt að rekja orðasambandið 'deila um keisarans skegg', til einhvers tiltekins keisara - og hvað er átt við með þessu? Var það einhver sérstakur keisari, sem var með skeggið sem olli deilum?

Orðasambandið að deila um keisarans skegg merkir ‘að deila um eitthvað sem ekki skiptir neinu máli’. Elst dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Alþingistíðindum frá 1855:

Mér finnst, sem hér sé farið að deila um „skegg keisarans“, sem kallað er.

Orðasambandið er vel þekkt til dæmis í dönsku sem strides om kejserens skæg (Andersen 2001:119) og í þýsku um des Kaisers Bart streiten (Krüger-Lorenzen 1988). Ekki er ólíklegt að orðsasambandið hafi borist hingað úr dönsku frekar en beint úr þýsku. Ýmsar tilgátur eru um skegg keisarans en ég ætla að setja hér þá sem mér finnst skemmtilegust af þeim sem ég hef rekist á.

Ekki þarf að deila um það að Alexander II. Rússakeisari (1818-1881) skartaði gróskulegu skeggi.

Þýski fræðimaðurinn Kurt Krüger-Lorenzen gaf út bókina Deutsche Redensarten und was dahinter steckt 1960 [Þýsk orðatiltæki og hvað býr að baki þeim]. Ég hef undir höndum 5. útgáfu frá 1988 og mun hún óbreytt að efni til. Þar stendur undir uppflettiorðinu Bart ‘skegg’ (33–34) að hæðst hafi verið að lærðum mönnum sem gátu ekki komið sér saman um hvort ákveðnir keisarar hafi verið með skegg eða ekki eða hvort skeggið á Friðriki rauðskegg (Frederick Barbarossa 1122–1190) hafi gránað eða ekki. En Krüger-Lorenzen bendir á að orðasambandið hafi upphaflega verið allt annað. Að baki liggi alls ekki þýska orðið Kaiser heldur svabneska orðið Geißbart (geitarskegg; Geiß merkir ‘huðna’ í þýskum mállýskum og austurísku). Úr Geißenbart varð þannig fyrir misskilning Kaiserbart.

Upphafið er rakið til rómverska skáldsins Hórasar (Quintus Horatius Flaccus, 65 f.Kr. – 8 f.Kr.) sem hæddist að deiluefninu hvort kalla mætti geitarhár (Ziegenhaare) ull. Þannig breyttist orðasambandið um Ziegenwolle streiten í alþýðumunni í deila um keisarans skegg.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.4.2025

Spyrjandi

Nína Þórsdóttir, Áslaug

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða keisara er átt við þegar verið er að deila um keisarans skegg?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2025, sótt 19. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87518.

Guðrún Kvaran. (2025, 16. apríl). Hvaða keisara er átt við þegar verið er að deila um keisarans skegg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87518

Guðrún Kvaran. „Hvaða keisara er átt við þegar verið er að deila um keisarans skegg?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2025. Vefsíða. 19. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87518>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða keisara er átt við þegar verið er að deila um keisarans skegg?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:

Er hægt að rekja orðasambandið 'deila um keisarans skegg', til einhvers tiltekins keisara - og hvað er átt við með þessu? Var það einhver sérstakur keisari, sem var með skeggið sem olli deilum?

Orðasambandið að deila um keisarans skegg merkir ‘að deila um eitthvað sem ekki skiptir neinu máli’. Elst dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Alþingistíðindum frá 1855:

Mér finnst, sem hér sé farið að deila um „skegg keisarans“, sem kallað er.

Orðasambandið er vel þekkt til dæmis í dönsku sem strides om kejserens skæg (Andersen 2001:119) og í þýsku um des Kaisers Bart streiten (Krüger-Lorenzen 1988). Ekki er ólíklegt að orðsasambandið hafi borist hingað úr dönsku frekar en beint úr þýsku. Ýmsar tilgátur eru um skegg keisarans en ég ætla að setja hér þá sem mér finnst skemmtilegust af þeim sem ég hef rekist á.

Ekki þarf að deila um það að Alexander II. Rússakeisari (1818-1881) skartaði gróskulegu skeggi.

Þýski fræðimaðurinn Kurt Krüger-Lorenzen gaf út bókina Deutsche Redensarten und was dahinter steckt 1960 [Þýsk orðatiltæki og hvað býr að baki þeim]. Ég hef undir höndum 5. útgáfu frá 1988 og mun hún óbreytt að efni til. Þar stendur undir uppflettiorðinu Bart ‘skegg’ (33–34) að hæðst hafi verið að lærðum mönnum sem gátu ekki komið sér saman um hvort ákveðnir keisarar hafi verið með skegg eða ekki eða hvort skeggið á Friðriki rauðskegg (Frederick Barbarossa 1122–1190) hafi gránað eða ekki. En Krüger-Lorenzen bendir á að orðasambandið hafi upphaflega verið allt annað. Að baki liggi alls ekki þýska orðið Kaiser heldur svabneska orðið Geißbart (geitarskegg; Geiß merkir ‘huðna’ í þýskum mállýskum og austurísku). Úr Geißenbart varð þannig fyrir misskilning Kaiserbart.

Upphafið er rakið til rómverska skáldsins Hórasar (Quintus Horatius Flaccus, 65 f.Kr. – 8 f.Kr.) sem hæddist að deiluefninu hvort kalla mætti geitarhár (Ziegenhaare) ull. Þannig breyttist orðasambandið um Ziegenwolle streiten í alþýðumunni í deila um keisarans skegg.

Heimildir og myndir:...