Er hægt að rekja orðasambandið 'deila um keisarans skegg', til einhvers tiltekins keisara - og hvað er átt við með þessu? Var það einhver sérstakur keisari, sem var með skeggið sem olli deilum?Orðasambandið að deila um keisarans skegg merkir ‘að deila um eitthvað sem ekki skiptir neinu máli’. Elst dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Alþingistíðindum frá 1855:
Mér finnst, sem hér sé farið að deila um „skegg keisarans“, sem kallað er.Orðasambandið er vel þekkt til dæmis í dönsku sem strides om kejserens skæg (Andersen 2001:119) og í þýsku um des Kaisers Bart streiten (Krüger-Lorenzen 1988). Ekki er ólíklegt að orðsasambandið hafi borist hingað úr dönsku frekar en beint úr þýsku. Ýmsar tilgátur eru um skegg keisarans en ég ætla að setja hér þá sem mér finnst skemmtilegust af þeim sem ég hef rekist á.

Ekki þarf að deila um það að Alexander II. Rússakeisari (1818-1881) skartaði gróskulegu skeggi.
- Andersen, Stig Toftgaard. 2001. Talemåder I dansk. Ordbog over idiomer. 2. útg. Gyldendal, København.
- Krüger-Lorenzen, Kurt. 1988. Deutsche Redensarten und was dahinter steckt. 5. útgáfa. Wilhelm Heyne Verlag, München.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 25.3.2025).
- Tímarit.is. https://timarit.is
- Yfirlitsmynd: James Ensor (1890) Ensor en Leman in gesprek over schilderkunst 001.jpg. Wikimedia Commons. (Sótt 3.4.2025). https://commons.wikimedia.org/wiki/File:James_Ensor_(1890)_Ensor_en_Leman_in_gesprek_over_schilderkunst_001.jpg
- Alexander II of Russia photo.jpg. Wikimedia Commons. (Sótt 3.4.2025).https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Alexander_II_of_Russia_photo.jpg