Sólin Sólin Rís 05:16 • sest 21:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:03 • Sest 20:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:03 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:21 • Síðdegis: 23:42 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 05:16 • sest 21:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:03 • Sest 20:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:03 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:21 • Síðdegis: 23:42 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er targa, eins og þegar talað er um törgu og skjöld í Íslendingasögum?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Í mörgum frásögnum er talað um törgu og skjöld. Í Brennu-Njálssögu segir Sig.Sv. hafði törguskjöld í hendi. Hvað er targa?

Targa var tegund af skildi til forna. Í Njáls sögu, 92. kafla (ÍF XII:233), segir til dæmis frá bardaga Njálssona og Kára Sölmundarsonar við Þráin Sigfússon og fylgdarmenn hans, meðal annars Tjörva, heimamann Þráins. Þar fellir Skarphéðinn Þráin en

Tjörvi renndi fyrir hann törgu og steðjaði hann yfir upp og stóðst þó og rennir á enda svellsins. (Stafsetningu breytt)

Í Njáls sögu, 63. kafla (ÍF XII: 157) er einnig nefndur törguskjöldur í öðrum bardaga:
Sigurður svínhöfði fór fyrstur og hafði törguskjöld einbyrðan, en sviðu í annarri hendi. (Stafsetningu breytt)

Orðið targa er samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (ÍO) Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 1028) í fornensku targe, targa kv. ‘(mjór) skjöldur’, miðlágþýsku targe, fornháþýsku zarga ‘rönd, hringur’. Uppruni er samkvæmt Ásgeiri ekki fullljós. Oftast er talið að upphafleg merking orðsins sé rönd eða umgerð sem umlykur og heldur saman innviðum skjalda.

Enn eitt orð í Njáls sögu með törgu er törgubuklari (ÍF XII:304):

Skarphéðinn var svo búinn … að hann var í bláum kyrtli og í blárendum … og övi þá í hendi er hann hafði drepið Þráin með og kallaði Rimmugýgi og törgubuklara … (Stafsetningu breytt)

Buklari er sérstök gerð skjaldar. Orðið er fengið úr miðlágþýsku bokeler sem aftur er fengið úr fornfrönsku bouclier í sömu merkingu (ÍO 91).

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989, Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. Bókina er einnig að finna á rafrænu formi á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum https://ordsifjabok.arnastofnun.is/
  • ÍF XII = Brennu-Njáls saga. 1954. Íslenzk fornrit, XII. bindi. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • ÍO = Ásgeir Blöndal Magnússon.
  • East Lothian Museums. (2011, 3. júlí). A targe, or shield. Flickr. Birt undir CC BY-NC-SA 2.0 leyfi. https://www.flickr.com/photos/eastlothian/5908803328

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.4.2025

Spyrjandi

Magnús Halldórsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er targa, eins og þegar talað er um törgu og skjöld í Íslendingasögum?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2025, sótt 26. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87117.

Guðrún Kvaran. (2025, 25. apríl). Hvað er targa, eins og þegar talað er um törgu og skjöld í Íslendingasögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87117

Guðrún Kvaran. „Hvað er targa, eins og þegar talað er um törgu og skjöld í Íslendingasögum?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2025. Vefsíða. 26. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87117>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er targa, eins og þegar talað er um törgu og skjöld í Íslendingasögum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Í mörgum frásögnum er talað um törgu og skjöld. Í Brennu-Njálssögu segir Sig.Sv. hafði törguskjöld í hendi. Hvað er targa?

Targa var tegund af skildi til forna. Í Njáls sögu, 92. kafla (ÍF XII:233), segir til dæmis frá bardaga Njálssona og Kára Sölmundarsonar við Þráin Sigfússon og fylgdarmenn hans, meðal annars Tjörva, heimamann Þráins. Þar fellir Skarphéðinn Þráin en

Tjörvi renndi fyrir hann törgu og steðjaði hann yfir upp og stóðst þó og rennir á enda svellsins. (Stafsetningu breytt)

Í Njáls sögu, 63. kafla (ÍF XII: 157) er einnig nefndur törguskjöldur í öðrum bardaga:
Sigurður svínhöfði fór fyrstur og hafði törguskjöld einbyrðan, en sviðu í annarri hendi. (Stafsetningu breytt)

Orðið targa er samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (ÍO) Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 1028) í fornensku targe, targa kv. ‘(mjór) skjöldur’, miðlágþýsku targe, fornháþýsku zarga ‘rönd, hringur’. Uppruni er samkvæmt Ásgeiri ekki fullljós. Oftast er talið að upphafleg merking orðsins sé rönd eða umgerð sem umlykur og heldur saman innviðum skjalda.

Enn eitt orð í Njáls sögu með törgu er törgubuklari (ÍF XII:304):

Skarphéðinn var svo búinn … að hann var í bláum kyrtli og í blárendum … og övi þá í hendi er hann hafði drepið Þráin með og kallaði Rimmugýgi og törgubuklara … (Stafsetningu breytt)

Buklari er sérstök gerð skjaldar. Orðið er fengið úr miðlágþýsku bokeler sem aftur er fengið úr fornfrönsku bouclier í sömu merkingu (ÍO 91).

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989, Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. Bókina er einnig að finna á rafrænu formi á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum https://ordsifjabok.arnastofnun.is/
  • ÍF XII = Brennu-Njáls saga. 1954. Íslenzk fornrit, XII. bindi. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
  • ÍO = Ásgeir Blöndal Magnússon.
  • East Lothian Museums. (2011, 3. júlí). A targe, or shield. Flickr. Birt undir CC BY-NC-SA 2.0 leyfi. https://www.flickr.com/photos/eastlothian/5908803328

...