Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er tæpitunga og hvað er að tala tæpitungulaust?

Guðrún Kvaran

Nafnorðið tæpitunga merkir annars vegar ‘smámæltur maður’ en hins vegar ‘smámæli, óskýrt tal’. Að tala tæpitungu merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 2:1630) að ‘líkja eftir smámæli, óskýru tali barns’ og ‘tala óljóst, gefa í skyn, segja ekki fullum fetum’. Að tala tæpitungulaust merkir þá ‘afdráttarlaust, fullum stöfum’.

Mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King Jr. talaði tæpitungulaust fyrir auknum réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum.

Að baki liggur sögnin að tæpa ‘snerta lauslega, drepa á’ sem Ritmálssafn Orðabókar Háskólans á elst dæmi um frá 17. öld. Hún þekkist samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:1079) í nýnorsku sem tæpa í sömu merkingu, miðlágþýsku sem tapen ‘snerta, reyta’ og fornfrísnesku tapia ‘kippa í’.

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. Reykjavík.
  • Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa. M-Ö. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda: Reykjavík.
  • Dr. Martin Luther King, Jr. - Flickr. Birt undir CC BY-NC-ND 2.0 DEED leyfi. (Sótt 26.4.2024).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.5.2024

Spyrjandi

Erna Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er tæpitunga og hvað er að tala tæpitungulaust?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2024, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86374.

Guðrún Kvaran. (2024, 31. maí). Hvað er tæpitunga og hvað er að tala tæpitungulaust? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86374

Guðrún Kvaran. „Hvað er tæpitunga og hvað er að tala tæpitungulaust?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2024. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86374>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er tæpitunga og hvað er að tala tæpitungulaust?
Nafnorðið tæpitunga merkir annars vegar ‘smámæltur maður’ en hins vegar ‘smámæli, óskýrt tal’. Að tala tæpitungu merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002 2:1630) að ‘líkja eftir smámæli, óskýru tali barns’ og ‘tala óljóst, gefa í skyn, segja ekki fullum fetum’. Að tala tæpitungulaust merkir þá ‘afdráttarlaust, fullum stöfum’.

Mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King Jr. talaði tæpitungulaust fyrir auknum réttindum blökkumanna í Bandaríkjunum.

Að baki liggur sögnin að tæpa ‘snerta lauslega, drepa á’ sem Ritmálssafn Orðabókar Háskólans á elst dæmi um frá 17. öld. Hún þekkist samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:1079) í nýnorsku sem tæpa í sömu merkingu, miðlágþýsku sem tapen ‘snerta, reyta’ og fornfrísnesku tapia ‘kippa í’.

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. Reykjavík.
  • Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa. M-Ö. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda: Reykjavík.
  • Dr. Martin Luther King, Jr. - Flickr. Birt undir CC BY-NC-ND 2.0 DEED leyfi. (Sótt 26.4.2024).
...