Hverjir eru súrmjólkurgerlarnir? Eru þeir þeir sömu og í AB-mjólk? Er verið að plata neytendur?Stutta svarið er einfaldlega: nei, það eru ekki ekki sömu gerlar í súrmjólk og AB-mjólk. Súrmjólkurgerlarnir eru Lactococcus lactis og Leuconostoc mesenteroides og þeir eiga þátt í einkennandi bragði súrmjólkur sem er að hluta til vegna myndunar á svonefndu díasetýl við gerjunina, en díasetýl er náttúruleg hliðarafurð gerjunar. Einnig myndast mjólkursýra og ögn af kolsýru sem gefur örlítinn stingandi tón í bragði vörunnar. Kjörhitastig þessara gerla er lægra en hefðbundinna jógúrtgerla og því á sýringin sér stað við lægra hitastig en til dæmis í jógúrtgerð.

Súrmjólkurgerlarnir kallast Lactococcus lactis og Leuconostoc mesenteroides en við framleiðslu á AB-mjólk eru notaðir gerlar sem heita Lactobacillus acidophilus og Bifidobacterium bifidum. Á myndinni sést súrmjólk til vinstri og AB-mjólk til hægri.
- JGÞ