Sæl, varðandi eftirlitsmyndavél sem nágranni minn setti upp og mér sýnist beint m.a. að garðinum og húsinu mínu. Þannig háttar að hans hús er mun ofar en mitt og upplifi ég óþægindi. Hvað get ég gert til að þetta sé athugað?Á vef Persónuverndar er sérstök upplýsingasíða um eftirlitsmyndavélar þar sem fjölmörgum spurningum um notkun slíkra tækja er svarað. Þar kemur meðal annars fram að einstaklingar mega nýta eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með eigin lóðum og húseignum. Þeir þurfa þó að passa að sjónsvið vélanna beinist ekki að lóðum annarra, sameignum eða svæðum sem tilheyra almannarými.

Einstaklingar mega nýta eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með eigin lóðum og húseignum. Þeir þurfa þó að passa að sjónsvið vélanna beinist ekki að lóðum annarra, sameignum eða svæðum sem tilheyra almannarými.
- SimpliSafe Wireless Outdoor Security Camera Review: Outdoor protection. (Sótt 14.05.2024). Myndin er birt undir leyfinu CC BY-NC-ND 4.0 Deed.