Hver er uppruni orðsins „vesen“ í íslenskri tungu? Er það skylt orðinu „væsen“?Orðið vesen ‘vafstur, óstand’ er tökuorð úr dönsku væsen frá 18. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Annálum frá fyrri hluta 18. aldar;
og ganga þeirra Odds og Páls Beyers í millum sífelld boð um allt þetta þeirra vesen.

Orðið vesen ‘vafstur, óstand’ er tökuorð úr dönsku væsen frá 18. öld. Myndin er hluti af málverki af síkinu við Frederiksholm í Kaupmannahöfn, frá lokum 18. aldar.
- ordnet.dk. (Sótt 30.9.2023).
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 30.9.2023).
- Danmarks historie (1660–1814) – Wikipedia. (Sótt 4.01.2024).