Af hverju er sagt að einhver hesthúsi mat? Hvað kemur hesthús því við?Sögnin að hesthúsa er mynduð af nafnorðinu hesthús ‘hús handa hrossum’. Sögnin merkir að ‘setja hesta í hús’, oft vegna veðurs, og þeim þá gefið inni. Hún er bæði nefnd í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (I:321) og í fyrstu tveimur útgáfum Íslenskrar orðabókar Menningarsjóðs (1963:243 og 1983:366).
- Íslensk orðabók handa skólum og almenningi. 1963. Ritstjóri Árni Böðvarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík. Önnur útgáfa aukin og endurbætt. 1983.
- Sigfús Blöndal. 1920-1924. Íslensk-dönsk orðabók. I–II. Gutenberg. Reykjavík.
- Medicaldaily.com. (Sótt 12.4.2023).