Kjarnsýrur eru langar keðjusameindir settar saman úr einingum sem kallast kirni (núkleótíð). Hvert kirni er aftur sett saman úr sykru, fosfati og niturbasa.Kjarnsýrurnar DNA og RNA gegna lykilhlutverki í öllum lífverum. DNA er erfðaefni allra lífvera og RNA er túlkandi erfðaboða. Snemma á 20. öld var talið erfðaefnið (DNA) væri prótín eða samband prótíns og kjarnsýru. Á fimmta áratug 20. aldar breyttust hugmyndir manna og sterk rök voru færð að því að gen væru gerð úr kjarnsýrunni DNA. Þegar vísindamennirnir James D. Watson (f. 1928) og Francis Crick (1916-2004) settu fram nýtt líkan af DNA-sameindinni árið 1953 þótti endanlega ljóst að erfðaefnið væri kjarnsýra.
- Difference DNA RNA-EN.svg. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Birt undir leyfinu CC BY-SA 3.0. (Sótt 18.03.2020).