Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Úr hvaða efnum eru gen búin til?

JGÞ

Einfalda svarið við spurningunni er að gen eru búin til úr kjarnsýrum.

En þá þarf líka að útskýra hvað kjarnsýrur eru. Í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? kemur þetta fram:

Kjarnsýrur eru langar keðjusameindir settar saman úr einingum sem kallast kirni (núkleótíð). Hvert kirni er aftur sett saman úr sykru, fosfati og niturbasa.

Kjarnsýrurnar DNA og RNA gegna lykilhlutverki í öllum lífverum. DNA er erfðaefni allra lífvera og RNA er túlkandi erfðaboða.

Snemma á 20. öld var talið erfðaefnið (DNA) væri prótín eða samband prótíns og kjarnsýru. Á fimmta áratug 20. aldar breyttust hugmyndir manna og sterk rök voru færð að því að gen væru gerð úr kjarnsýrunni DNA. Þegar vísindamennirnir James D. Watson (f. 1928) og Francis Crick (1916-2004) settu fram nýtt líkan af DNA-sameindinni árið 1953 þótti endanlega ljóst að erfðaefnið væri kjarnsýra.

Skýringarmynd af kjarnsýrunum RNA og DNA. RNA á myndinni er einþátta en DNA tvíþátta. Hinn tvöfaldi gormur (e. helix) sem sést hægra megin er sá sem Watson og Crick lýstu fyrst árið 1954. Gormurinn er gerður úr sykrum og fosfati. Í DNA er sykran deoxyríbósi. Niturbasarnir ganga út frá sykrunum.

Um gen er fjallað ýtarlega í svarinu Hvað er gen? Þar er farið yfir sögu genahugtaksins, allt frá frá því að danski erfðafræðingurinn Wilhelm L. Johannsen gaf eindum Gregors Mendel (1822-1884) þetta heiti, fram til nútíma þekkingar á genum.

Mynd:

Höfundur þakkar Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.5.2022

Spyrjandi

Daníel Lúkas Tómasson

Tilvísun

JGÞ. „Úr hvaða efnum eru gen búin til?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83684.

JGÞ. (2022, 18. maí). Úr hvaða efnum eru gen búin til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83684

JGÞ. „Úr hvaða efnum eru gen búin til?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83684>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Úr hvaða efnum eru gen búin til?
Einfalda svarið við spurningunni er að gen eru búin til úr kjarnsýrum.

En þá þarf líka að útskýra hvað kjarnsýrur eru. Í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? kemur þetta fram:

Kjarnsýrur eru langar keðjusameindir settar saman úr einingum sem kallast kirni (núkleótíð). Hvert kirni er aftur sett saman úr sykru, fosfati og niturbasa.

Kjarnsýrurnar DNA og RNA gegna lykilhlutverki í öllum lífverum. DNA er erfðaefni allra lífvera og RNA er túlkandi erfðaboða.

Snemma á 20. öld var talið erfðaefnið (DNA) væri prótín eða samband prótíns og kjarnsýru. Á fimmta áratug 20. aldar breyttust hugmyndir manna og sterk rök voru færð að því að gen væru gerð úr kjarnsýrunni DNA. Þegar vísindamennirnir James D. Watson (f. 1928) og Francis Crick (1916-2004) settu fram nýtt líkan af DNA-sameindinni árið 1953 þótti endanlega ljóst að erfðaefnið væri kjarnsýra.

Skýringarmynd af kjarnsýrunum RNA og DNA. RNA á myndinni er einþátta en DNA tvíþátta. Hinn tvöfaldi gormur (e. helix) sem sést hægra megin er sá sem Watson og Crick lýstu fyrst árið 1954. Gormurinn er gerður úr sykrum og fosfati. Í DNA er sykran deoxyríbósi. Niturbasarnir ganga út frá sykrunum.

Um gen er fjallað ýtarlega í svarinu Hvað er gen? Þar er farið yfir sögu genahugtaksins, allt frá frá því að danski erfðafræðingurinn Wilhelm L. Johannsen gaf eindum Gregors Mendel (1822-1884) þetta heiti, fram til nútíma þekkingar á genum.

Mynd:

Höfundur þakkar Arnari Pálssyni, erfðafræðingi og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ, fyrir yfirlestur....