Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heitir sólin þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Af hverju heitir sólin þessu nafni? Er þetta gamalt orð?

Sól er fornt, indóevrópskt orð og er notað í öllum norrænum málum um helsta hnött sólkerfisins, samanber færeysku sól, nýnorsku, sænsku og dönsku sol. Í gotnesku, sem er austurgermanskt mál, var einnig til orðið sauil í sömu merkingu. Orðið var líka nafn á s-rúninni sem bendir til hás aldurs. Í latínu er orðið sōl, í grísku (h)é̄lios, litháísku sáulė; samanber líka fornindversku súvar og rússnesku solnce.

Sól er fornt, indóevrópskt orð og er notað í öllum norrænum málum um helsta hnött sólkerfisins.

Í hinu forna kvæði Völuspá þar sem völva (vala) segir frá sköpun heimsins og falli hans í lokin segir undir lok kvæðisins þegar allt er komið í óefni:

Sól tér sortna,
Sígur fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur;

Þetta sýnir meðal annars hve sólin og stjörnurnar voru mikilvægar í hugum fornmanna.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.6.2022

Spyrjandi

Daníel

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir sólin þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83418.

Guðrún Kvaran. (2022, 1. júní). Af hverju heitir sólin þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83418

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir sólin þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83418>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir sólin þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Af hverju heitir sólin þessu nafni? Er þetta gamalt orð?

Sól er fornt, indóevrópskt orð og er notað í öllum norrænum málum um helsta hnött sólkerfisins, samanber færeysku sól, nýnorsku, sænsku og dönsku sol. Í gotnesku, sem er austurgermanskt mál, var einnig til orðið sauil í sömu merkingu. Orðið var líka nafn á s-rúninni sem bendir til hás aldurs. Í latínu er orðið sōl, í grísku (h)é̄lios, litháísku sáulė; samanber líka fornindversku súvar og rússnesku solnce.

Sól er fornt, indóevrópskt orð og er notað í öllum norrænum málum um helsta hnött sólkerfisins.

Í hinu forna kvæði Völuspá þar sem völva (vala) segir frá sköpun heimsins og falli hans í lokin segir undir lok kvæðisins þegar allt er komið í óefni:

Sól tér sortna,
Sígur fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur;

Þetta sýnir meðal annars hve sólin og stjörnurnar voru mikilvægar í hugum fornmanna.

Heimildir og mynd:

...