Af hverju heitir sólin þessu nafni? Er þetta gamalt orð?Sól er fornt, indóevrópskt orð og er notað í öllum norrænum málum um helsta hnött sólkerfisins, samanber færeysku sól, nýnorsku, sænsku og dönsku sol. Í gotnesku, sem er austurgermanskt mál, var einnig til orðið sauil í sömu merkingu. Orðið var líka nafn á s-rúninni sem bendir til hás aldurs. Í latínu er orðið sōl, í grísku (h)é̄lios, litháísku sáulė; samanber líka fornindversku súvar og rússnesku solnce.
Sól tér sortna,Þetta sýnir meðal annars hve sólin og stjörnurnar voru mikilvægar í hugum fornmanna. Heimildir og mynd:
Sígur fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur;
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Bls. 927. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðsifjabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir Málið.is.
- Kvæðið Völuspá er að finna á netinu vilji einhver kynna sér það.
- Mynd: Pexels. (Sótt 24.5.2022).