Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að græða hálfbrotnar greinar aftur á tré?

Guðríður Helgadóttir

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Er hægt að græða aftur brotna grein á tré, er með keisaraösp sem er með grein sem klofnaði frá í vetur en er ekki alveg brotin?

Oft gerist það á veturna þegar snjóþyngsli eru mikil að greinar trjáa svigna undan þunganum og geta hreinlega rifnað niður eftir stofninum. Af þessu geta hlotist mikil sár á trjánum sem geta tekið langan tíma að gróa. Þá er spurningin hvort hægt sé að græða greinarnar aftur á viðkomandi tré.

Ef grein hefur ekki rifnað alveg af trénu er mögulega hægt að græða hana aftur upp við tréð en þar skiptir tíminn verulegu máli.

Ef grein hefur ekki rifnað alveg af trénu og hefur enn tengingu við leiðsluvefi trésins er hægt að græða hana aftur við tréð en þar skiptir tíminn verulegu máli. Þetta er hægt að gera ef mjög skammt er um liðið frá því greinin rifnaði frá. Eftir því sem lengri tími líður þar til gripið er til aðgerða minnka líkurnar á góðum árangri. Mikilvægt er að koma greininni þannig fyrir að hún falli sem best að sárinu og nauðsynlegt að festa greinina tryggilega við stofninn á meðan á hún grær aftur við hann. Meiri líkur eru á árangri ef greinarnar eru grannar.

Að þessu sögðu er samt nauðsynlegt að hafa í huga að það tekur nokkur ár fyrir tréð að gróa sára sinna og jafnvel ná sárin aldrei að gróa að fullu. Greinar sem hafa verið festar með þessum hætti ná aldrei sama styrk og áður, þeim er mun hættara við að klofna aftur frá trénu og geta jafnvel valdið slysahættu. Þess vegna ráðleggja garðyrkjufræðingar frekar að viðkomandi greinar séu sagaðar eða klipptar frá stofninum og stofninn látinn í friði á meðan hann myndar nýja vefi sem loka sárinu. Ekki er mælt með því að bera nein efni í sárið til að loka því, það getur gert illt verra.

Mynd:

Höfundur

Guðríður Helgadóttir

starfsmenntanámsstjóri LBHÍ

Útgáfudagur

4.5.2022

Spyrjandi

Rafn Gíslason

Efnisorð

Tilvísun

Guðríður Helgadóttir. „Er hægt að græða hálfbrotnar greinar aftur á tré?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2022, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83390.

Guðríður Helgadóttir. (2022, 4. maí). Er hægt að græða hálfbrotnar greinar aftur á tré? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83390

Guðríður Helgadóttir. „Er hægt að græða hálfbrotnar greinar aftur á tré?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2022. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83390>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að græða hálfbrotnar greinar aftur á tré?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Er hægt að græða aftur brotna grein á tré, er með keisaraösp sem er með grein sem klofnaði frá í vetur en er ekki alveg brotin?

Oft gerist það á veturna þegar snjóþyngsli eru mikil að greinar trjáa svigna undan þunganum og geta hreinlega rifnað niður eftir stofninum. Af þessu geta hlotist mikil sár á trjánum sem geta tekið langan tíma að gróa. Þá er spurningin hvort hægt sé að græða greinarnar aftur á viðkomandi tré.

Ef grein hefur ekki rifnað alveg af trénu er mögulega hægt að græða hana aftur upp við tréð en þar skiptir tíminn verulegu máli.

Ef grein hefur ekki rifnað alveg af trénu og hefur enn tengingu við leiðsluvefi trésins er hægt að græða hana aftur við tréð en þar skiptir tíminn verulegu máli. Þetta er hægt að gera ef mjög skammt er um liðið frá því greinin rifnaði frá. Eftir því sem lengri tími líður þar til gripið er til aðgerða minnka líkurnar á góðum árangri. Mikilvægt er að koma greininni þannig fyrir að hún falli sem best að sárinu og nauðsynlegt að festa greinina tryggilega við stofninn á meðan á hún grær aftur við hann. Meiri líkur eru á árangri ef greinarnar eru grannar.

Að þessu sögðu er samt nauðsynlegt að hafa í huga að það tekur nokkur ár fyrir tréð að gróa sára sinna og jafnvel ná sárin aldrei að gróa að fullu. Greinar sem hafa verið festar með þessum hætti ná aldrei sama styrk og áður, þeim er mun hættara við að klofna aftur frá trénu og geta jafnvel valdið slysahættu. Þess vegna ráðleggja garðyrkjufræðingar frekar að viðkomandi greinar séu sagaðar eða klipptar frá stofninum og stofninn látinn í friði á meðan hann myndar nýja vefi sem loka sárinu. Ekki er mælt með því að bera nein efni í sárið til að loka því, það getur gert illt verra.

Mynd:...