Hvaðan kemur orðið gyllinæð?Á vef Heilsuveru stendur um gyllinæð:
Gyllinæð (e. hemorrhoids) eru bólgnar bláæðar (æðahnútar) sem geta bæði legið utan á endaþarmi eða inni í endaþarmi.Annað heiti á gyllinæð á íslensku er gylliniæð. Bæði heitin koma fram um svipað leyti í seðlasafni Orðabókar Háskólans, það er í lok 18. aldar. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920-1924: 252) er gylliniæð þýdd sem ‘den gyldne Aare, Hæmorrhoider, Takker’ og í eldri þýsku hét æðin ‘goldene Ader’, það er gyllta æðin.

Mynd frá miðöldum sem sýnir skurðaðgerð á sjúklingi með gyllinæð.
- Sigfús Blöndal.1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Prentsmiðjan Gutendsberg, Reykjavík.
- Hæmoridens historie beretter om pisk i rumpen og igler omkring anus. (Sótt 1.02.2022).