Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er alltaf stór stafur á eftir punkti?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Upprunalega spurningin kom til Vísindavefsins í löngu máli og hljóðar svona:

Góðan dag. Hvers vegna er lítill stafur á eftir punkti hér í upptalningu á gömlu, íslensku mánuðunum? Mánuðirnir eru taldir upp, 1., 2., 3. og svo framvegis. Á eftir raðtölu kemur stór stafur í íslensku, ekki lítill. Ég er steinhissa, þykir fjúka í skjól íslenskunnar á ólíklegustu stöðum og hún lúta í lægra haldi óþarflega oft fyrir kæruleysi, auto-"leiðréttingum" og vitleysu - eða að maður tali nú ekki um - fyrir enskunni. Ég vil ekki þurfa að horfa á svona frágang inni á síðu sem kennir sig við Háskóla Íslands, svo ég sé hreinskilin. Vinsamlegast lagið þetta. Bestu kveðjur og þökk.

Reglan um stóran staf á eftir punkti er býsna einföld. Stór stafur er notaður í upphafi nýrrar málsgreinar á eftir punkti.[1] Þess vegna er orðið stór hér á undan skrifað með stórum staf og það sama má segja um orðið þess í upphafi þessarar málsgreinar.

Notkun punkta í ýmsum öðrum tilvikum leiðir hins vegar ekki til þess að stór stafur fylgi á eftir, nema aðrar reglur kveði á um það. Dæmi um það er til dæmis notkun punkta í skammstöfunum. Við skrifum til að mynda:
  • Hann var a.m.k. ekki í hælaskóm þegar hann kyssti Jón B. Jónsson.

En ekki:
  • Hann var a.m.k. Ekki í hælaskóm þegar hann kyssti Jón B. Jónsson.
  • Hann var a.M.K. Ekki í hælaskóm þegar hann kyssti Jón B. Jónsson.

Væntanlega dettur engum í hug að skrifa ekki með stórum staf þó að punktur sé á undan og heldur ekki að hafa skammstöfunina a.m.k. með stóru M-i og K-i. Að sama skapi er það ekki punkturinn á eftir skammstafaða nafni Jóns B. sem veldur því að Jónsson er skrifað með stórum staf, heldur að þar er um sérnafn að ræða.

Jónatan hrækti á 16. blaðsíðu ljóðabókarinnar. Á eftir raðtölustaf kemur ekki sjálfkrafa stór stafur og orðið blaðsíða í málsgreininni hér á undan er þess vegna skrifað með litlum staf.

Það sama á við um punkt sem settir er á eftir raðtölustaf, á eftir honum fylgir ekki sjálfkrafa stór stafur. Þess vegna er rétt að skrifa:
  • Jónatan hrækti á 16. blaðsíðu ljóðabókarinnar.

En ekki:
  • Jónatan hrækti á 16. Blaðsíðu ljóðabókarinnar.

Tilvísun:
  1. ^ Grein 3 í ritreglum Stafsetningarorðabókarinnar hljóðar svona: „Stór stafur er notaður í upphafi máls og í nýrri málsgrein á eftir punkti. Komma og semikomma kalla aldrei á stóran staf en upphrópunarmerki, spurningarmerki og tvípunktur stundum [...]“ Sjá nánar hér: Ritreglur - Árnastofnun. (Sótt 28.10.2021).

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.11.2021

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er alltaf stór stafur á eftir punkti?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82618.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 2. nóvember). Er alltaf stór stafur á eftir punkti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82618

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er alltaf stór stafur á eftir punkti?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82618>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er alltaf stór stafur á eftir punkti?
Upprunalega spurningin kom til Vísindavefsins í löngu máli og hljóðar svona:

Góðan dag. Hvers vegna er lítill stafur á eftir punkti hér í upptalningu á gömlu, íslensku mánuðunum? Mánuðirnir eru taldir upp, 1., 2., 3. og svo framvegis. Á eftir raðtölu kemur stór stafur í íslensku, ekki lítill. Ég er steinhissa, þykir fjúka í skjól íslenskunnar á ólíklegustu stöðum og hún lúta í lægra haldi óþarflega oft fyrir kæruleysi, auto-"leiðréttingum" og vitleysu - eða að maður tali nú ekki um - fyrir enskunni. Ég vil ekki þurfa að horfa á svona frágang inni á síðu sem kennir sig við Háskóla Íslands, svo ég sé hreinskilin. Vinsamlegast lagið þetta. Bestu kveðjur og þökk.

Reglan um stóran staf á eftir punkti er býsna einföld. Stór stafur er notaður í upphafi nýrrar málsgreinar á eftir punkti.[1] Þess vegna er orðið stór hér á undan skrifað með stórum staf og það sama má segja um orðið þess í upphafi þessarar málsgreinar.

Notkun punkta í ýmsum öðrum tilvikum leiðir hins vegar ekki til þess að stór stafur fylgi á eftir, nema aðrar reglur kveði á um það. Dæmi um það er til dæmis notkun punkta í skammstöfunum. Við skrifum til að mynda:
  • Hann var a.m.k. ekki í hælaskóm þegar hann kyssti Jón B. Jónsson.

En ekki:
  • Hann var a.m.k. Ekki í hælaskóm þegar hann kyssti Jón B. Jónsson.
  • Hann var a.M.K. Ekki í hælaskóm þegar hann kyssti Jón B. Jónsson.

Væntanlega dettur engum í hug að skrifa ekki með stórum staf þó að punktur sé á undan og heldur ekki að hafa skammstöfunina a.m.k. með stóru M-i og K-i. Að sama skapi er það ekki punkturinn á eftir skammstafaða nafni Jóns B. sem veldur því að Jónsson er skrifað með stórum staf, heldur að þar er um sérnafn að ræða.

Jónatan hrækti á 16. blaðsíðu ljóðabókarinnar. Á eftir raðtölustaf kemur ekki sjálfkrafa stór stafur og orðið blaðsíða í málsgreininni hér á undan er þess vegna skrifað með litlum staf.

Það sama á við um punkt sem settir er á eftir raðtölustaf, á eftir honum fylgir ekki sjálfkrafa stór stafur. Þess vegna er rétt að skrifa:
  • Jónatan hrækti á 16. blaðsíðu ljóðabókarinnar.

En ekki:
  • Jónatan hrækti á 16. Blaðsíðu ljóðabókarinnar.

Tilvísun:
  1. ^ Grein 3 í ritreglum Stafsetningarorðabókarinnar hljóðar svona: „Stór stafur er notaður í upphafi máls og í nýrri málsgrein á eftir punkti. Komma og semikomma kalla aldrei á stóran staf en upphrópunarmerki, spurningarmerki og tvípunktur stundum [...]“ Sjá nánar hér: Ritreglur - Árnastofnun. (Sótt 28.10.2021).

Mynd: