Góðan dag. Hvers vegna er lítill stafur á eftir punkti hér í upptalningu á gömlu, íslensku mánuðunum? Mánuðirnir eru taldir upp, 1., 2., 3. og svo framvegis. Á eftir raðtölu kemur stór stafur í íslensku, ekki lítill. Ég er steinhissa, þykir fjúka í skjól íslenskunnar á ólíklegustu stöðum og hún lúta í lægra haldi óþarflega oft fyrir kæruleysi, auto-"leiðréttingum" og vitleysu - eða að maður tali nú ekki um - fyrir enskunni. Ég vil ekki þurfa að horfa á svona frágang inni á síðu sem kennir sig við Háskóla Íslands, svo ég sé hreinskilin. Vinsamlegast lagið þetta. Bestu kveðjur og þökk.Reglan um stóran staf á eftir punkti er býsna einföld. Stór stafur er notaður í upphafi nýrrar málsgreinar á eftir punkti.[1] Þess vegna er orðið stór hér á undan skrifað með stórum staf og það sama má segja um orðið þess í upphafi þessarar málsgreinar. Notkun punkta í ýmsum öðrum tilvikum leiðir hins vegar ekki til þess að stór stafur fylgi á eftir, nema aðrar reglur kveði á um það. Dæmi um það er til dæmis notkun punkta í skammstöfunum. Við skrifum til að mynda:
- Hann var a.m.k. ekki í hælaskóm þegar hann kyssti Jón B. Jónsson.
- Hann var a.m.k. Ekki í hælaskóm þegar hann kyssti Jón B. Jónsson.
- Hann var a.M.K. Ekki í hælaskóm þegar hann kyssti Jón B. Jónsson.
- Jónatan hrækti á 16. blaðsíðu ljóðabókarinnar.
- Jónatan hrækti á 16. Blaðsíðu ljóðabókarinnar.
- ^ Grein 3 í ritreglum Stafsetningarorðabókarinnar hljóðar svona: „Stór stafur er notaður í upphafi máls og í nýrri málsgrein á eftir punkti. Komma og semikomma kalla aldrei á stóran staf en upphrópunarmerki, spurningarmerki og tvípunktur stundum [...]“ Sjá nánar hér: Ritreglur - Árnastofnun. (Sótt 28.10.2021).
- School man reading | Man Reading Book and Sitting on Bookshe… | Flickr. (Sótt 28.10.2021). Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons Attribution 2.0 Generic (CC BY 2.0).