Hver eru þessi títtnefndu "ys" og "þys" og hvernig haga þessi orð sér í öðrum myndum (já, eða ein og sér) ef einhverjum dytti nú í hug að vilja nota þau utan þessa eina frasa?Orðið ys merkir ‘hávaði af fólki, kliður’ og þekkist þegar í fornu máli. Það er nánast alltaf í karlkyni en þó kemur kvenkyn fyrir:
øll Suijnahiørdenn fleygde sier med Ys mikelle j Sioenn.Dæmið er úr biblíuþýðingu Þorláks biskups Skúlasonar frá 1644 og nokkur fleiri er að finna í ritmálssafni Orðabókar Háskólans.
suina hiordin fleygdi sier med micklum þys i Sioinn.Oft standa bæði orðin saman, ýmist ys og þys eða þys og ys. Í messusöngsbók frá lokum 16. aldar stendur til dæmis:
at Folked med ys og þys (nalega) leitar huer ad sijnum Naunga.Bæði ys og þys eru þó einnig notuð ein í nútímamáli. Mörg góð dæmi er að finna í Ritmálssafninu. Heimild og mynd:
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (7. mars 2022).
- Mynd: Flickr.com. Höfundur myndar: James Palinsad. Birt undir CC BY-SA 2.0 leyfi. (Sótt 11.3.2022).