Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar finn ég upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga?

EDS

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hversu margir Íslendingar tilheyra tilteknum aldurshópi, til dæmis:
  • Hvað búa margir 12 ára og eldri á Íslandi í dag?
  • Hvað eru margir Íslendingar 67 ára og eldri og hvað eru margir 70 ára og eldri?
  • Getið þið sýnt fjölda Íslendinga í árgöngum 1936 til 1942?

Upplýsingar af þessu tagi eru aðgengilegar á vef Hagstofu Íslands. Efni Hagstofunnar er skipt í nokkra flokka og einn þeirra eru Íbúar. Þar undir má finna Mannfjölda og nokkra undirflokka. Til þess að svara spurningum eins og þessum hér fyrir ofan er fínt að velja flokkinn Yfirlit mannfjölda, finna þar Talnaefni, Yfirlit og velja töflu um Mannfjölda eftir kyni og aldri. Þar er hægt að velja þær breytur sem hugur stendur til að skoða nánar og biðja um töflu sem síðan má vista sem excelskjal og vinna meira með.

Vefur Hagstofunnar er gott tæki til að fá upplýsingar um mannfjölda á Íslandi.

Með þessari aðferð má til dæmis finna út að árið 2021 eru um 314.000 Íslendingar 12 ára og eldri, rétt tæplega 47.000 manns eru 67 ára og eldri og um 37.000 eru 70 ára og eldri.

Vitanlega má nota þessa sömu töflu til að finna fjölda í einstökum árgöngum en þá er rétt að hafa í huga að tölurnar miðast við 1. janúar ár hvert. Svarið við spurningunni um fjölda í árgöngum, miðað við 1. janúar 2021 er

ÁrgangurFjöldi
19361095
19371158
19381220
19391344
19401428
19411581
19421847

Mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.9.2021

Spyrjandi

Claudia, Hafsteinn Sigurbjörnsson, Einar Matthíasson, Sæmundur Halldórsson

Tilvísun

EDS. „Hvar finn ég upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga?“ Vísindavefurinn, 21. september 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82053.

EDS. (2021, 21. september). Hvar finn ég upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82053

EDS. „Hvar finn ég upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga?“ Vísindavefurinn. 21. sep. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82053>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar finn ég upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga?
Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hversu margir Íslendingar tilheyra tilteknum aldurshópi, til dæmis:

  • Hvað búa margir 12 ára og eldri á Íslandi í dag?
  • Hvað eru margir Íslendingar 67 ára og eldri og hvað eru margir 70 ára og eldri?
  • Getið þið sýnt fjölda Íslendinga í árgöngum 1936 til 1942?

Upplýsingar af þessu tagi eru aðgengilegar á vef Hagstofu Íslands. Efni Hagstofunnar er skipt í nokkra flokka og einn þeirra eru Íbúar. Þar undir má finna Mannfjölda og nokkra undirflokka. Til þess að svara spurningum eins og þessum hér fyrir ofan er fínt að velja flokkinn Yfirlit mannfjölda, finna þar Talnaefni, Yfirlit og velja töflu um Mannfjölda eftir kyni og aldri. Þar er hægt að velja þær breytur sem hugur stendur til að skoða nánar og biðja um töflu sem síðan má vista sem excelskjal og vinna meira með.

Vefur Hagstofunnar er gott tæki til að fá upplýsingar um mannfjölda á Íslandi.

Með þessari aðferð má til dæmis finna út að árið 2021 eru um 314.000 Íslendingar 12 ára og eldri, rétt tæplega 47.000 manns eru 67 ára og eldri og um 37.000 eru 70 ára og eldri.

Vitanlega má nota þessa sömu töflu til að finna fjölda í einstökum árgöngum en þá er rétt að hafa í huga að tölurnar miðast við 1. janúar ár hvert. Svarið við spurningunni um fjölda í árgöngum, miðað við 1. janúar 2021 er

ÁrgangurFjöldi
19361095
19371158
19381220
19391344
19401428
19411581
19421847

Mynd:...