Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli?

Guðrún Kvaran

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað eru „fórur“ manna, er þetta hugtak til í eintölu og eru til einhver dæmi um raunverulega notkun í einhverju öðru falli en þágufalli?

Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans koma aðeins fram fimm notkunardæmi, hin elstu frá 17. öld. Í eftirfarandi dæmi er orðið notað í þágufalli eintölu:

gief gudi hægra armlegginn af þinni foru, og kasta ey hondum til ad þiöna honum.

Næstu tvö dæmi frá 20. öld eru í þolfali fleirtölu:
„Þú ert of ungur til að skyggnast í annara fórur,“ hreytti hann úr sér.

hann hafði ekki fórur sínar á glámbekk, heldur geymdi þær í skjóðum og pausum.

Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’.

Jón Friðjónsson (2006:216) telur að frummerking orðasambandsins sé að geyma eitthvað í (undir) herklæðum sínum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.5.2022

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2022, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82050.

Guðrún Kvaran. (2022, 4. maí). Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82050

Guðrún Kvaran. „Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2022. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82050>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það sem er í fórum mínum til í eintölu og öðrum föllum en þolfalli?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað eru „fórur“ manna, er þetta hugtak til í eintölu og eru til einhver dæmi um raunverulega notkun í einhverju öðru falli en þágufalli?

Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans koma aðeins fram fimm notkunardæmi, hin elstu frá 17. öld. Í eftirfarandi dæmi er orðið notað í þágufalli eintölu:

gief gudi hægra armlegginn af þinni foru, og kasta ey hondum til ad þiöna honum.

Næstu tvö dæmi frá 20. öld eru í þolfali fleirtölu:
„Þú ert of ungur til að skyggnast í annara fórur,“ hreytti hann úr sér.

hann hafði ekki fórur sínar á glámbekk, heldur geymdi þær í skjóðum og pausum.

Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’.

Jón Friðjónsson (2006:216) telur að frummerking orðasambandsins sé að geyma eitthvað í (undir) herklæðum sínum.

Heimildir og myndir:

...