Hvað eru „fórur“ manna, er þetta hugtak til í eintölu og eru til einhver dæmi um raunverulega notkun í einhverju öðru falli en þágufalli?Orðið fóra, einnig herfóra, merkir ‘vörslur, föggur’, í fornu máli einnig ‘hertygi, herbúnaður’. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans koma aðeins fram fimm notkunardæmi, hin elstu frá 17. öld. Í eftirfarandi dæmi er orðið notað í þágufalli eintölu:
gief gudi hægra armlegginn af þinni foru, og kasta ey hondum til ad þiöna honum.Næstu tvö dæmi frá 20. öld eru í þolfali fleirtölu:
„Þú ert of ungur til að skyggnast í annara fórur,“ hreytti hann úr sér. hann hafði ekki fórur sínar á glámbekk, heldur geymdi þær í skjóðum og pausum.
- Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning. Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (8.3.2022).
- Rawpixel.com. (Sótt 23.2.2022).