Almenn regla: Brjóti einstaklingur eigur annarra skal sá hinn sami sæta fangelsi ekki skemur en 1 mánuð og allt að 2 árum. Sérregla: Brjóti einstaklingur eigur Þjóðminjasafns Íslands skal sá hinn sami sæta fangelsi ekki skemur en 3 ár og allt að 16 árum.Almenna reglan í þessu tilbúna dæmi gæti til að mynda átt sér hliðstæðu í almennum hegningarlögum en sérreglan í lögum um Þjóðminjasafn Íslands. Almenna reglan gildir um allar eigur annarra manna en sérreglan gildir eingöngu um muni í eigu tiltekinnar stofnunar og með henni er hægt að lengja refsirammann fyrir brot gegn almennu reglunni, ef þau beinast að sérstaklega verðmætum hagsmunum. Tilfellin sem falla undir sérregluna myndu þá varða við almennu regluna ef sérreglunni væri ekki til að dreifa.

Það er meginregla um lagaákvæðaval að sérlög skuli ganga framar almennum lögum. Reglan er alþjóðleg og til hennar er stundum vísað á latínu með orðunum: Lex specialis derogat legi generali.
- Woody Hibbard. Law - Flickr. Sótt 10.03.2021 og birt undir CC BY 2.0 leyfinu.