Er hægt að nota orðið skunda af stað ef maður fer í bíl eða er það alltaf þegar maður hraðar sér áfram fótgangandi?Sögnin að skunda merkir að ‘hraða ferð sinni, flýta sér’. Elst dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Postulasögunni (22:18) í Nýjatestamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar frá 1540:
skunda þig / og far burt af hierusalem.Í nýjustu biblíuþýðingunni frá 2007 stendur á sama stað:
Flýt þér og far sem skjótast burt úr Jerúsalem.Sögnin virðist notuð um að flýta sér óháð aðferðinni sem beitt er en ekkert dæmi fann ég um að skunda (sér) á bíl.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. http://ritmalssafn.arnastofnun.is. (Sótt 19.2.2021).
- Hið íslenska biblíufélag. Biblíuþýðingar á íslensku. (Sótt 19.2.2021).
- Mynd: Rue Saint-Honoré Paris - Will Wilson - Flickr. Birt undir Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0 Generic leyfi. (Sótt 19.2.2021).