Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:20 • sest 16:07 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 15:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:11 • Síðdegis: 23:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:43 • Síðdegis: 17:39 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig beygjast raðtölur?

Ari Páll Kristinsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Hægt er að setja fram nokkrar reglur um endingar raðtalna.[1]

Raðtöluendingar koma ýmist á eina/aftasta lið tölu eða á báða / tvo síðustu liðina.

4. fjórði
44. fertugasti og fjórði
444. fjögurhundruð fertugasti og fjórði
4.440. fjögurþúsund fjögurhundruð og fertugasti
4.444. fjögurþúsund fjögurhundruð fertugasti og fjórði
44.444. fjörutíu og fjögurþúsund fjögurhundruð fertugasti og fjórði

Raðtölur frá 1. (fyrsta) og upp í 119. (hundraðasta og nítjánda) beygjast til fulls og er enginn liður raðtölunnar hafður óbeygður:

9. níundi
19. nítjándi
90. nítugasti
99. nítugasti og níundi
100. hundraðasti
109. hundraðasti og níundi
110. hundraðasti og tíundi
119. hundraðasti og nítjándi

Þegar ekki er hlaupár er gamlársdagur þrjúhundruð sextugasti og fimmti dagur ársins.

Ef hærri tölur en 119. enda á tug, öðrum en 10., er það eini liður tölunnar sem fær raðtöluendingu:

120. hundrað og tuttugasti
1530. eittþúsund fimmhundruð og þrítugasti
2070. tvöþúsund og sjötugasti
Ef tugatalan endar á 10. beygjast tveir síðustu liðirnir:

4510. fjögurþúsund fimmhundruðasti og tíundi

Fleiri dæmi, til glöggvunar:

267. tvöhundruð sextugasti og sjöundi
700. sjöhundruðasti
707. sjöhundruðasti og sjöundi
717. sjöhundruðasti og sautjándi
777. sjöhundruð sjötugasti og sjöundi
3019. þrjúþúsundasti og nítjándi
5315. fimmþúsund þrjúhundruðasti og fimmtándi
6471. sexþúsund fjögurhundruð sjötugasti og fyrsti
7.000. sjöþúsundasti
7.007. sjöþúsundasti og sjöundi
7.017. sjöþúsundasti og sautjándi
7.777. sjöþúsund sjöhundruð sjötugasti og sjöundi

Tilvísun:
  1. ^ Sjá Handbók um íslensku 2011, bls. 245–246 og Ara Pál Kristinsson 1995. Hvenær á að beygja raðtölur? Tungutak. Vettvangur umræðna um málfar 82:2.

Mynd:


Þennan pistil er einnig að finna í Málfarsbankanum á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Höfundur

Ari Páll Kristinsson

rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

12.1.2021

Spyrjandi

Þorsteinn Valgeir Konráðsson

Tilvísun

Ari Páll Kristinsson. „Hvernig beygjast raðtölur?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2021, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80812.

Ari Páll Kristinsson. (2021, 12. janúar). Hvernig beygjast raðtölur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80812

Ari Páll Kristinsson. „Hvernig beygjast raðtölur?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2021. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80812>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig beygjast raðtölur?
Hægt er að setja fram nokkrar reglur um endingar raðtalna.[1]

Raðtöluendingar koma ýmist á eina/aftasta lið tölu eða á báða / tvo síðustu liðina.

4. fjórði
44. fertugasti og fjórði
444. fjögurhundruð fertugasti og fjórði
4.440. fjögurþúsund fjögurhundruð og fertugasti
4.444. fjögurþúsund fjögurhundruð fertugasti og fjórði
44.444. fjörutíu og fjögurþúsund fjögurhundruð fertugasti og fjórði

Raðtölur frá 1. (fyrsta) og upp í 119. (hundraðasta og nítjánda) beygjast til fulls og er enginn liður raðtölunnar hafður óbeygður:

9. níundi
19. nítjándi
90. nítugasti
99. nítugasti og níundi
100. hundraðasti
109. hundraðasti og níundi
110. hundraðasti og tíundi
119. hundraðasti og nítjándi

Þegar ekki er hlaupár er gamlársdagur þrjúhundruð sextugasti og fimmti dagur ársins.

Ef hærri tölur en 119. enda á tug, öðrum en 10., er það eini liður tölunnar sem fær raðtöluendingu:

120. hundrað og tuttugasti
1530. eittþúsund fimmhundruð og þrítugasti
2070. tvöþúsund og sjötugasti
Ef tugatalan endar á 10. beygjast tveir síðustu liðirnir:

4510. fjögurþúsund fimmhundruðasti og tíundi

Fleiri dæmi, til glöggvunar:

267. tvöhundruð sextugasti og sjöundi
700. sjöhundruðasti
707. sjöhundruðasti og sjöundi
717. sjöhundruðasti og sautjándi
777. sjöhundruð sjötugasti og sjöundi
3019. þrjúþúsundasti og nítjándi
5315. fimmþúsund þrjúhundruðasti og fimmtándi
6471. sexþúsund fjögurhundruð sjötugasti og fyrsti
7.000. sjöþúsundasti
7.007. sjöþúsundasti og sjöundi
7.017. sjöþúsundasti og sautjándi
7.777. sjöþúsund sjöhundruð sjötugasti og sjöundi

Tilvísun:
  1. ^ Sjá Handbók um íslensku 2011, bls. 245–246 og Ara Pál Kristinsson 1995. Hvenær á að beygja raðtölur? Tungutak. Vettvangur umræðna um málfar 82:2.

Mynd:


Þennan pistil er einnig að finna í Málfarsbankanum á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum....