4. fjórðiRaðtölur frá 1. (fyrsta) og upp í 119. (hundraðasta og nítjánda) beygjast til fulls og er enginn liður raðtölunnar hafður óbeygður:
44. fertugasti og fjórði
444. fjögurhundruð fertugasti og fjórði
4.440. fjögurþúsund fjögurhundruð og fertugasti
4.444. fjögurþúsund fjögurhundruð fertugasti og fjórði
44.444. fjörutíu og fjögurþúsund fjögurhundruð fertugasti og fjórði
9. níundi
19. nítjándi
90. nítugasti
99. nítugasti og níundi
100. hundraðasti
109. hundraðasti og níundi
110. hundraðasti og tíundi
119. hundraðasti og nítjándi
120. hundrað og tuttugastiEf tugatalan endar á 10. beygjast tveir síðustu liðirnir:
1530. eittþúsund fimmhundruð og þrítugasti
2070. tvöþúsund og sjötugasti
4510. fjögurþúsund fimmhundruðasti og tíundiFleiri dæmi, til glöggvunar:
267. tvöhundruð sextugasti og sjöundiTilvísun:
700. sjöhundruðasti
707. sjöhundruðasti og sjöundi
717. sjöhundruðasti og sautjándi
777. sjöhundruð sjötugasti og sjöundi
3019. þrjúþúsundasti og nítjándi
5315. fimmþúsund þrjúhundruðasti og fimmtándi
6471. sexþúsund fjögurhundruð sjötugasti og fyrsti
7.000. sjöþúsundasti
7.007. sjöþúsundasti og sjöundi
7.017. sjöþúsundasti og sautjándi
7.777. sjöþúsund sjöhundruð sjötugasti og sjöundi
- ^ Sjá Handbók um íslensku 2011, bls. 245–246 og Ara Pál Kristinsson 1995. Hvenær á að beygja raðtölur? Tungutak. Vettvangur umræðna um málfar 82:2.
- New Years Eve 2015 Year'S - Free photo on Pixabay. (Sótt 17.12.2020).
Þennan pistil er einnig að finna í Málfarsbankanum á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.