Þetta þénar nú allt í yðar kram, minn elskulegi.Algengastar eru sagnirnar að falla og passa í kramið. Orðasambandið merkir að einhverjum líki (ekki) eitthvað, eitthvað fær (ekki) hljómgrunn hjá einhverjum, eitthvað þykir (ekki) við hæfi. Það er oftast notað neikvætt.

Lykt og bragð af kæstum hákarli fellur ekki í kramið hjá öllum.
- Kurt Krüger-Lorenzen. 1988. Deutsche Redensarten und was dahinter steckt. 5. útgáfa. Düsseldort og Wien.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. http://ritmalssafn.arnastofnun.is
- Mynd: Kæstur Hákarl | (Icelandic for "fermented shark") It is a Gr… | Flickr. Höfundur myndar: Audrey. Birt undir Creative Commons Attribution 2.0 Generic leyfi. (Sótt 5.3.2021).
Að falla í kramið. Hvað þýðir kram í þessu sambandi?