Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða kram er átt við þegar eitthvað fellur ekki í kramið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Hvorugkynsorðið kram er notað um (óþarfa)varning, verðlausa vöru og þekkist að minnsta kosti frá því seint á 16. öld. Samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist orðasambandið að eitthvað falli (ekki) í kramið hjá einhverjum frá síðari hluta 18. aldar:
Þetta þénar nú allt í yðar kram, minn elskulegi.

Algengastar eru sagnirnar að falla og passa í kramið. Orðasambandið merkir að einhverjum líki (ekki) eitthvað, eitthvað fær (ekki) hljómgrunn hjá einhverjum, eitthvað þykir (ekki) við hæfi. Það er oftast notað neikvætt.

Lykt og bragð af kæstum hákarli fellur ekki í kramið hjá öllum.

Kram er notað í dönsku, norsku og sænsku og er tekið að láni úr miðlágþýsku þar sem það var notað um þakdúk og varningsbúð með slíku þaki. Í þýsku er vel þekkt orðasambandið das paßt ihm nicht in den Kram ‘þetta hentar honum ekki, hann æskir þessa ekki’ (Krüger-Lorenzen 164).

Heimildir og mynd:

Upprunalega spurningin var:
Að falla í kramið. Hvað þýðir kram í þessu sambandi?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.3.2021

Spyrjandi

Ásgrímur Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða kram er átt við þegar eitthvað fellur ekki í kramið?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80785.

Guðrún Kvaran. (2021, 8. mars). Hvaða kram er átt við þegar eitthvað fellur ekki í kramið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80785

Guðrún Kvaran. „Hvaða kram er átt við þegar eitthvað fellur ekki í kramið?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80785>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða kram er átt við þegar eitthvað fellur ekki í kramið?
Hvorugkynsorðið kram er notað um (óþarfa)varning, verðlausa vöru og þekkist að minnsta kosti frá því seint á 16. öld. Samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans þekkist orðasambandið að eitthvað falli (ekki) í kramið hjá einhverjum frá síðari hluta 18. aldar:

Þetta þénar nú allt í yðar kram, minn elskulegi.

Algengastar eru sagnirnar að falla og passa í kramið. Orðasambandið merkir að einhverjum líki (ekki) eitthvað, eitthvað fær (ekki) hljómgrunn hjá einhverjum, eitthvað þykir (ekki) við hæfi. Það er oftast notað neikvætt.

Lykt og bragð af kæstum hákarli fellur ekki í kramið hjá öllum.

Kram er notað í dönsku, norsku og sænsku og er tekið að láni úr miðlágþýsku þar sem það var notað um þakdúk og varningsbúð með slíku þaki. Í þýsku er vel þekkt orðasambandið das paßt ihm nicht in den Kram ‘þetta hentar honum ekki, hann æskir þessa ekki’ (Krüger-Lorenzen 164).

Heimildir og mynd:

Upprunalega spurningin var:
Að falla í kramið. Hvað þýðir kram í þessu sambandi?
...