Fólk á umönnunarstofnunum og gamalt fólk er í forgangi fyrir COVID-19-bóluefni. Ónæmissvarið veikist með aldrinum. Hafa bóluefnin, ekki síst mRNA-bóluefnin, verið prófuð á öldruðu fólki og þá hversu öldruðu?Verið er að þróa yfir 50 mismunandi bóluefni við COVID-19. Þróun þessara bóluefna er komin mislangt á veg. Sum þessara bóluefna eru af nýrri gerð sem byggir á því að bóluefnið inniheldur hluta af erfðaefni veirunnar (mRNA) sem veldur því að frumur líkamans fara að framleiða broddprótín[1] veirunnar en ónæmiskerfið ræðst að þessum framandi prótínum og eyðir þeim. Ef bólusetningin tekst gerist það sama ef veirurnar komast inn í líkamann, ónæmiskerfið (bæði mótefni í blóði og svokallaðar T-frumur) ræðst gegn þeim og gerir þær óvirkar. Þessi aðferð hefur ekki verið notuð áður til að framleiða bóluefni við sýkingum en miklar vonir eru bundnar við aðferðina.

Líkan af veirunni SARS-CoV-2 og broddprótínum hennar. Sum bóluefnin við COVID-19 eru af nýrri gerð sem byggir á því að bóluefnið inniheldur hluta af erfðaefni veirunnar (mRNA) sem veldur því að frumur líkamans fara að framleiða broddprótín veirunnar en ónæmiskerfið ræðst að þessum framandi prótínum og eyðir þeim.
- ^ Enska hugtakið er spike protein sem einnig mætti kalla bindiprótín á íslensku, því það binst við viðtaka á hýsilfrumu.
- ^ EMA um bóluefni við COVID-19: COVID-19 vaccines: key facts - European Medicines Agency. (Sótt 15.12.2020).
- LMB joins the fight against COVID-19 - MRC Laboratory of Molecular Biology. (Sótt 15.12.2020). Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Myndin er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-NonCommercial-NoDerivatives 4.0 International — CC BY-NC-ND 4.0.