Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru næringarefni í pappakössum og væri hægt að nýta þá til manneldis?

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir

Upprunalega spurningin var:
Eru næringarefni í pappakössum? Sem sagt getur mannfólkið nýtt sér bylgjupappa til manneldis?

Í háskólanámi í næringarfræði er ekkert fjallað um næringargildi pappakassa og höfundur þessa svars veit ekki til þess að nokkrar rannsóknir hafi verið gerðar á umfjöllunarefninu. Til þess að svara spurningunni er því best að setja fram nokkrar fullyrðingar og athuga hvort þær standist skoðun:
  • bylgjupappi er pappi
  • pappi er pappír
  • pappír er viður
  • viður er tré
  • tré er jurt
  • jurt er hollasti matur í heimi

Skoðum nú hverja fullyrðingu fyrir sig.

Bylgjupappi er pappi:

Bylgjupappi er bylgjaður pappi milli tveggja sléttra pappaplatna.[1] Hann er yfirleitt límdur saman með sterkju.[2][3]

Pappi er pappír:

Pappi er grófari, þykkari og stífari en pappír.[4] Hann er að miklu leyti búinn til úr endurunnum pappírsmassa.[5]

Endurunninn pappír hefur verið notaður áður. Hann getur verið óhreinn, með fingraförum, bleki, prentuðum texta eða lituðum myndum. Litarefnin geta verið eitruð, prentsvertan líka, í fingraförum geta verið bakteríur, veirur og alls konar efni.

Skýringarmynd sem sýnir pappírsgerð og endurvinnslu á dagblaðapappír.

Pappírinn er tættur, maukaður og soðinn. Við það er bakteríum og veirum eytt. Prentsverta og litarefni eru fjarlægð, en til þess þarf að nota efni sem líka geta verið eitruð, til dæmis sápa, ensím, EDTA og natríumkísilöt (e. sodium silicate).[6]

Pappi er yfirleitt ljósbrúnn en pappír hvítur. Ástæðan getur verið sú að pappinn sé að hluta eða öllu leyti úr óbleiktum pappír, nema brúnu litarefni hafi verið bætt út í pappírsmassann.

Pappír er viður:

Grunnefnið í pappír er beðmi (sellulósi) sem er unnið úr viði. Í viðnum er líka hálfbeðmi (hemisellulósi) og tréni (lignín) sem er brúnt að lit.

Það þarf að tæta eða melta viðinn til að ná beðminu úr honum. Annað hvort er hann tættur í vélum (mekanísk tæting) eða með efnum (kemísk melting). Véltæting er ódýrari en fjarlægir ekki eins mikið af tréni. Trénið gerir pappírinn brúnan og grófan. Sá pappír er af minni gæðum en sá efnamelti. Við efnameltingu eru notuð brennisteinssambönd, annað hvort súlfíð eða súlfat, til að ná tréni og hálfbeðmi úr meltunni.[7] Ef pappírinn á að verða drifhvítur þarf auk þess að bleikja hann með klórgasi, vetnisperoxíði eða ósoni. Álsambönd sýrustilla blönduna. Litarefnin satín, barín og sínksúlfíð eru stundum notuð, pólývínýlalkóhól bindur litinn og títan gerir hann skærari.

Efnin sem notuð eru í pappírsgerð eru að jafnaði tvö hundruð. Möguleg íblöndunarefni eru þrjú þúsund talsins.[8] Þau eru alls ekki ætluð til manneldis og eru mörg hver eitruð.

Viður er tré:

Viður er úr niðursöguðum trjám, sem börkurinn hefur verið flettur af.

Tré er jurt:

Beðmi er byggingarefni plöntufrumuveggja, ekki bara í trjám, heldur öllum jurtum. Tréni er efni sem bindur trjáfrumurnar hverja við aðra og gefur þeim styrk.[9]

Jurt er hollasti matur sem þú getur fengið:

Næringarfræðingar mæla með jurtum til manneldis, en ekki hvaða jurt sem er. Sumar eru eitraðar, aðrar óætar.

Beðmi flokkast undir óleysanlegar trefjar. Þær fara ómeltar niður í ristilinn og eru fæða fyrir gerlaflóruna þar. Heilbrigð þarmaflóra skiptir miklu máli fyrir heilsuna. Aðaluppspretta óleysanlegra trefja í fæði okkar er heilkorn eins og heilhveiti, hafrar og rúgur. Óleysanlegar trefjar fáum við líka úr hnetum, baunum og grænmeti eins og gulrótum og gúrku.[10][11]

Beðmi úr trjám er líka notað í matvælavinnslu. Því er bætt í matvæli sem þykkingar-, kekkjavarnar- eða fylliefni.[12]

Ekki er hægt að neita því að það eru næringarefni í pappakössum. Í bylgjupappa eru hins vegar allt of mörg eiturefni til að hægt sé að mæla með honum til manneldis.

Spurt var:

Eru næringarefni í pappakössum?

Svar:

Það er ekki hægt að neita því. Grunnurinn er beðmi úr trjám sem einnig er notað í matvælaiðnaði. Og svo lím úr sterkju, sem er algeng í fæðu manna.

Spurt var:

Getur mannfólkið nýtt sér bylgjupappa til manneldis?

Svar:

Nei, það eru allt of mörg eiturefni í bylgjupappa til að það sé hægt að mæla með honum til manneldis.

Tilvísanir:
  1. ^ Bylgjupappi - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 27.11.2020).
  2. ^ Corrugated cardboard for your packaging - THIMM. (Sótt 27.11.2020).
  3. ^ Starch Adhesive Distributor and Supplier - LD Davis. (Sótt 27.11.2020).
  4. ^ Pappi - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 27.11.2020).
  5. ^ How a cardboard box is made. (Sótt 27.11.2020).
  6. ^ List of Chemicals used in Pulp and Paper Making. (Sótt 27.11.2020).
  7. ^ How a cardboard box is made. (Sótt 27.11.2020).
  8. ^ List of Chemicals used in Pulp and Paper Making. (Sótt 27.11.2020).
  9. ^ Pappír - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 27.11.2020).
  10. ^ Vísindavefurinn: Hvað eru trefjar og hvaða áhrif hafa þær á líkamann?. (Sótt 27.11.2020).
  11. ^ What Nutritional Value Does Cellulose Have? - Healthy Eating
  12. ^ How Celluslose Is Used in Food. (Sótt 27.11.2020).

Myndir:

Höfundur

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir

næringarfræðingur, doktor í heilbrigðisvísindum

Útgáfudagur

4.12.2020

Spyrjandi

S. Birgisson

Tilvísun

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir. „Eru næringarefni í pappakössum og væri hægt að nýta þá til manneldis?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2020, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80493.

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir. (2020, 4. desember). Eru næringarefni í pappakössum og væri hægt að nýta þá til manneldis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80493

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir. „Eru næringarefni í pappakössum og væri hægt að nýta þá til manneldis?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2020. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80493>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru næringarefni í pappakössum og væri hægt að nýta þá til manneldis?
Upprunalega spurningin var:

Eru næringarefni í pappakössum? Sem sagt getur mannfólkið nýtt sér bylgjupappa til manneldis?

Í háskólanámi í næringarfræði er ekkert fjallað um næringargildi pappakassa og höfundur þessa svars veit ekki til þess að nokkrar rannsóknir hafi verið gerðar á umfjöllunarefninu. Til þess að svara spurningunni er því best að setja fram nokkrar fullyrðingar og athuga hvort þær standist skoðun:
  • bylgjupappi er pappi
  • pappi er pappír
  • pappír er viður
  • viður er tré
  • tré er jurt
  • jurt er hollasti matur í heimi

Skoðum nú hverja fullyrðingu fyrir sig.

Bylgjupappi er pappi:

Bylgjupappi er bylgjaður pappi milli tveggja sléttra pappaplatna.[1] Hann er yfirleitt límdur saman með sterkju.[2][3]

Pappi er pappír:

Pappi er grófari, þykkari og stífari en pappír.[4] Hann er að miklu leyti búinn til úr endurunnum pappírsmassa.[5]

Endurunninn pappír hefur verið notaður áður. Hann getur verið óhreinn, með fingraförum, bleki, prentuðum texta eða lituðum myndum. Litarefnin geta verið eitruð, prentsvertan líka, í fingraförum geta verið bakteríur, veirur og alls konar efni.

Skýringarmynd sem sýnir pappírsgerð og endurvinnslu á dagblaðapappír.

Pappírinn er tættur, maukaður og soðinn. Við það er bakteríum og veirum eytt. Prentsverta og litarefni eru fjarlægð, en til þess þarf að nota efni sem líka geta verið eitruð, til dæmis sápa, ensím, EDTA og natríumkísilöt (e. sodium silicate).[6]

Pappi er yfirleitt ljósbrúnn en pappír hvítur. Ástæðan getur verið sú að pappinn sé að hluta eða öllu leyti úr óbleiktum pappír, nema brúnu litarefni hafi verið bætt út í pappírsmassann.

Pappír er viður:

Grunnefnið í pappír er beðmi (sellulósi) sem er unnið úr viði. Í viðnum er líka hálfbeðmi (hemisellulósi) og tréni (lignín) sem er brúnt að lit.

Það þarf að tæta eða melta viðinn til að ná beðminu úr honum. Annað hvort er hann tættur í vélum (mekanísk tæting) eða með efnum (kemísk melting). Véltæting er ódýrari en fjarlægir ekki eins mikið af tréni. Trénið gerir pappírinn brúnan og grófan. Sá pappír er af minni gæðum en sá efnamelti. Við efnameltingu eru notuð brennisteinssambönd, annað hvort súlfíð eða súlfat, til að ná tréni og hálfbeðmi úr meltunni.[7] Ef pappírinn á að verða drifhvítur þarf auk þess að bleikja hann með klórgasi, vetnisperoxíði eða ósoni. Álsambönd sýrustilla blönduna. Litarefnin satín, barín og sínksúlfíð eru stundum notuð, pólývínýlalkóhól bindur litinn og títan gerir hann skærari.

Efnin sem notuð eru í pappírsgerð eru að jafnaði tvö hundruð. Möguleg íblöndunarefni eru þrjú þúsund talsins.[8] Þau eru alls ekki ætluð til manneldis og eru mörg hver eitruð.

Viður er tré:

Viður er úr niðursöguðum trjám, sem börkurinn hefur verið flettur af.

Tré er jurt:

Beðmi er byggingarefni plöntufrumuveggja, ekki bara í trjám, heldur öllum jurtum. Tréni er efni sem bindur trjáfrumurnar hverja við aðra og gefur þeim styrk.[9]

Jurt er hollasti matur sem þú getur fengið:

Næringarfræðingar mæla með jurtum til manneldis, en ekki hvaða jurt sem er. Sumar eru eitraðar, aðrar óætar.

Beðmi flokkast undir óleysanlegar trefjar. Þær fara ómeltar niður í ristilinn og eru fæða fyrir gerlaflóruna þar. Heilbrigð þarmaflóra skiptir miklu máli fyrir heilsuna. Aðaluppspretta óleysanlegra trefja í fæði okkar er heilkorn eins og heilhveiti, hafrar og rúgur. Óleysanlegar trefjar fáum við líka úr hnetum, baunum og grænmeti eins og gulrótum og gúrku.[10][11]

Beðmi úr trjám er líka notað í matvælavinnslu. Því er bætt í matvæli sem þykkingar-, kekkjavarnar- eða fylliefni.[12]

Ekki er hægt að neita því að það eru næringarefni í pappakössum. Í bylgjupappa eru hins vegar allt of mörg eiturefni til að hægt sé að mæla með honum til manneldis.

Spurt var:

Eru næringarefni í pappakössum?

Svar:

Það er ekki hægt að neita því. Grunnurinn er beðmi úr trjám sem einnig er notað í matvælaiðnaði. Og svo lím úr sterkju, sem er algeng í fæðu manna.

Spurt var:

Getur mannfólkið nýtt sér bylgjupappa til manneldis?

Svar:

Nei, það eru allt of mörg eiturefni í bylgjupappa til að það sé hægt að mæla með honum til manneldis.

Tilvísanir:
  1. ^ Bylgjupappi - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 27.11.2020).
  2. ^ Corrugated cardboard for your packaging - THIMM. (Sótt 27.11.2020).
  3. ^ Starch Adhesive Distributor and Supplier - LD Davis. (Sótt 27.11.2020).
  4. ^ Pappi - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 27.11.2020).
  5. ^ How a cardboard box is made. (Sótt 27.11.2020).
  6. ^ List of Chemicals used in Pulp and Paper Making. (Sótt 27.11.2020).
  7. ^ How a cardboard box is made. (Sótt 27.11.2020).
  8. ^ List of Chemicals used in Pulp and Paper Making. (Sótt 27.11.2020).
  9. ^ Pappír - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 27.11.2020).
  10. ^ Vísindavefurinn: Hvað eru trefjar og hvaða áhrif hafa þær á líkamann?. (Sótt 27.11.2020).
  11. ^ What Nutritional Value Does Cellulose Have? - Healthy Eating
  12. ^ How Celluslose Is Used in Food. (Sótt 27.11.2020).

Myndir:...