Hvað er átt við með orðinu ku? Til dæmis það ku vera. Hvaðan kemur þetta?Ku er samandregin mynd af sögninni að kveða og þekkist allt frá 18. öld. Um er að ræða 3. persónu eintölu og fleirtölu í þátíð: Hann ku vera farinn, hún ku vera lasin, þeir ku vera lagðir af stað, þær ku vera á kaffihúsi.
- File:Two women seen through a caffee window during a lunch break in Busan downtown. Busan, South Korea.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 26.01.2021). Myndina tók Mstyslav Chernov og hún er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution-ShareAlike 3.0 Unported — CC BY-SA 3.0