Er bit húsamúsa hættuleg? Hvað skal gera ef maður er bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?Stutta og einfalda svarið við spurningunni er já. Rétt er að ganga út frá því að bit dýra og manna sé slæmt og geti haft áhrif á heilsu okkar, sérstaklega ef bitið er til blóðs. Í kjafti allra dýra er mikið af örverum af ýmsu tagi. Þessar örverur geta valdið alvarlegri sýkingu, meðal annars í blóði. Mýs eru ekki árásargjarnar í eðli sínu og það er mjög ólíklegt að fólk verði fyrir músabiti nema það handsami músina. Mýs í mannahöndum geta auðveldlega bitið til blóðs. Framtennur músa eru afar oddhvassar og smjúga auðveldlega í gegnum húðina. Þeir sem hafa orðið fyrir músabiti lýsa tilfinningunni sem léttri nálarstungu og í kjölfarið fylgir vægur sviði.
- Healthline. What to Do If You’re Bitten by a Mouse. (Sótt 30.11.2020).
- NHS. Animal and human bites. (Sótt 30.11.2020).
- CDC. Hantavirus Pulmonary Syndrome (HPS). (Sótt 30.11.2020).
- CDC. Lymphocytic Choriomeningitis (LCM). (Sótt 30.11.2020).
- Mynd: Pxfuel.com. (Sótt 30.11.2020).