Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Til hvers eru litlu vasahólfin neðst utan á eyrum katta?

Jón Már Halldórsson

Þessi formgerð í ytri eyrum nokkurra spendýra er hvað mest áberandi hjá köttum en þekkist þó meðal annarra rándýra og kann það að vísa til sameiginlegs uppruna þessara hópa spendýra.

Þetta er meðal annars að finna hjá tegundum innan vísluættar (Mustelidae), getur verið áberandi hjá nokkrum afbrigðum hunda og einnig hjá leðurblökum. Á ensku kallast þessi formmyndun Henry‘s pocket en fræðilegra heiti er cutaneous marginal pouch. Höfundur þessa svars veit ekki til þess að íslenskt heiti á fyrirbærinu sé notað en það mætti vel nefna þetta hinrikspoka eða húðjaðarpoka

Kettir og fleiri spendýr hafa fellingu á ytra eyra sem ekki er vitað hvaða hlutverki gegnir.

Alls óljóst er hvaða hlutverki þessi skinnfella gegnir, ef hún hefur í raun eitthvert hlutverk. Ein tilgátan er sú að þetta víkki tíðnisvið hljóðbylgja sem dýrið getur numið og hjálpi því þannig til við að nema hljóð á hærra tíðnisviði en ella. En þetta er aðeins tilgáta, enginn virðist vita í raun til hvers þessi vasi eða poki er.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.2.2021

Spyrjandi

Þorgrímur Kári Snævarr

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Til hvers eru litlu vasahólfin neðst utan á eyrum katta?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80304.

Jón Már Halldórsson. (2021, 1. febrúar). Til hvers eru litlu vasahólfin neðst utan á eyrum katta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80304

Jón Már Halldórsson. „Til hvers eru litlu vasahólfin neðst utan á eyrum katta?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80304>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Til hvers eru litlu vasahólfin neðst utan á eyrum katta?
Þessi formgerð í ytri eyrum nokkurra spendýra er hvað mest áberandi hjá köttum en þekkist þó meðal annarra rándýra og kann það að vísa til sameiginlegs uppruna þessara hópa spendýra.

Þetta er meðal annars að finna hjá tegundum innan vísluættar (Mustelidae), getur verið áberandi hjá nokkrum afbrigðum hunda og einnig hjá leðurblökum. Á ensku kallast þessi formmyndun Henry‘s pocket en fræðilegra heiti er cutaneous marginal pouch. Höfundur þessa svars veit ekki til þess að íslenskt heiti á fyrirbærinu sé notað en það mætti vel nefna þetta hinrikspoka eða húðjaðarpoka

Kettir og fleiri spendýr hafa fellingu á ytra eyra sem ekki er vitað hvaða hlutverki gegnir.

Alls óljóst er hvaða hlutverki þessi skinnfella gegnir, ef hún hefur í raun eitthvert hlutverk. Ein tilgátan er sú að þetta víkki tíðnisvið hljóðbylgja sem dýrið getur numið og hjálpi því þannig til við að nema hljóð á hærra tíðnisviði en ella. En þetta er aðeins tilgáta, enginn virðist vita í raun til hvers þessi vasi eða poki er.

Mynd:...