SKRIFARI hefur tekið eftir því að í auglýsingum um farangursbox, sem skrúfuð eru ofan á topp bifreiða, eru þau kölluð „tengdamömmubox“. Vikverja kom þetta spánskt fyrir sjónir og hann spurðist fyrir um hvað þetta ætti að merkja. Hann fékk þau svör hjá bílfróðum mönnum að þarna væri verið að vísa til þess að boxin væru hentug til að geyma tengdamömmuna í á fjölskylduferðalögum! Þetta fannst Víkverja nú ekki bera vott um mikinn hlýhug í garð tengdamæðra og ef þetta er rétt orðskýring hljóta þeir, sem auglýsa svona, að vera í vondum málum hjá tengdamæðrum sínum. Víkverji á yndislega tengdamömmu og myndi aldrei aka um með hana á toppi fjölskyldubílsins.Jón Gnarr nefndi tengdamömmubox í viðtali í Fréttablaðinu 5. október 2019 og taldi orðið fela í sér stæka kvenfyrirlitningu:
Við ættum aldrei að nota orð eins og tengdamömmubox. Þetta er eins og lélegur Benny Hill brandari því hverjar eru tengdamömmur? Jú, fullorðnar konur. Við erum í raun að segja að allar fullorðnar konur séu leiðinlegar og tilvalið að stinga þeim í plastbox ofan á bílinn.Hvað sem Víkverja og Jóni Gnarr finnst er orðið notað enn og er ég sammála þeim að ekki er það smekklegt. Erlenda fyrirmynd hef ég ekki fundið. Mynd:
- road trip, van, travel, transportation, roof rack, cargo | Pikist. (Sótt 6.08.2020).