Um Covid: "Alls voru fimm sýni jákvæð af þeim 1.875 sýnum sem greind voru úr landamæraskimuninni í gær. Fjögur reynust óvirk." (RÚV, 14.07.2020). Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt?Til þess að mæla hvort einstaklingur hafi smitast af SARS-CoV-2 veirunni sem veldur COVID-19 er kannað með kjarnsýrugreiningum hvort veiruerfðaefni sé til staðar í öndunarvegi einstaklings. Þetta próf segir þó ekki til um það hvort að sýkingarhæf veira sé til staðar, en kjarnsýruprófið gefur jákvætt svar jafnvel þótt erfðaefni veirunnar sé mikið niðurbrotið.

Í skimun fyrir COVID-19 er hægt að sjá hvort hvort erfðaefni veirunnar sé til staðar en það segir ekki til um hvort smit er virkt eða gamalt.

Til þess að greina á milli þess hvort einkennalaus einstaklingur sem greinist jákvæður fyrir SARS-CoV-2 veirunni á kjarnsýruprófi sé með einkennalaust virkt smit eða sé búinn að jafna sig og því ekki lengur smitandi eru gerð blóðvökvapróf til þess að mæla hvort viðkomandi hafi myndað sértæk mótefni gegn veirunni.
- ^ Jacofsky, D., Jacofsky, E. M., & Jacofsky, M. (2020). Understanding Antibody Testing for COVID-19. The Journal of arthroplasty, 35(7S), S74–S81. (Sótt 21.7.2020).
- ^ TWiV. (2020, 17. júlí). COVID-19 with Dr. Anthony Fauci. (Sótt 21.7.2020).
- Criteria for COVID-19 testing during the travel - Airport Review process published by IATA. (Sótt 21.7.2020).
- Doctor taking blood sample for COVID-19 rapid testing.png - Wikimedia Commons. Birt undir CC BY 3.0 leyfi. (Sótt 21.7.2020).