Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er vitað hvort COVID-19 smit sé óvirkt? Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt?

Erna Magnúsdóttir

COVID-19 borði í flokk
Í heild var seinni spurningin svona:
Um Covid: "Alls voru fimm sýni jákvæð af þeim 1.875 sýnum sem greind voru úr landamæraskimuninni í gær. Fjögur reynust óvirk." (RÚV, 14.07.2020). Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt?

Til þess að mæla hvort einstaklingur hafi smitast af SARS-CoV-2 veirunni sem veldur COVID-19 er kannað með kjarnsýrugreiningum hvort veiruerfðaefni sé til staðar í öndunarvegi einstaklings. Þetta próf segir þó ekki til um það hvort að sýkingarhæf veira sé til staðar, en kjarnsýruprófið gefur jákvætt svar jafnvel þótt erfðaefni veirunnar sé mikið niðurbrotið.

Í skimun fyrir COVID-19 er hægt að sjá hvort hvort erfðaefni veirunnar sé til staðar en það segir ekki til um hvort smit er virkt eða gamalt.

Mikinn öryggisútbúnað þarf til að mæla hvort sýkingarhæfar veirur séu til staðar (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvernig eru veirur greindar í mönnum?) og er það ekki gert sem hluti af skimunarprófum.

Það flækir enn frekar niðurstöður úr kjarnsýrugreiningarprófum að einstaklingar mælast oft jákvæðir mjög löngu eftir að þeir hafa unnið bug á veirunni. Talið er að veiruerfðaefni sé þá til staðar í dauðum frumum í öndunarvegi sem líkaminn á eftir að losa sig við. Í slíkum tilvikum er talið ólíklegt að veiran fjölgi sér og að fólk smiti aðra.

Til þess að greina á milli þess hvort einkennalaus einstaklingur sem greinist jákvæður fyrir SARS-CoV-2 veirunni á kjarnsýruprófi sé með einkennalaust virkt smit sem gæti smitað aðra, eða sé búinn að jafna sig eftir virkt smit og því ekki lengur smitandi eru gerð blóðvökvapróf til þess að mæla hvort viðkomandi hafi myndað sértæk mótefni gegn veirunni. Ef einkennalaus einstaklingur mælist með séræk mótefni gegn veirunni eru hverfandi líkur á að hann sé enn smitandi og því talað um að smitið sé óvirkt.

Í fyrsta fasa sýkingar þegar veiran er enn að fjölga sér bregst líkaminn við með því að framleiða mótefni gegn henni. Það tekur þó marga daga fyrir mótefnamagnið að verða nógu hátt til að útrýma veirunni og að sama skapi er það ekki mælanlegt fyrr en viku eftir smit, í allra fyrsta lagi. Almennt er talað um að mótefni séu mælanleg um viku eftir að einstaklingur fær fyrstu einkenni, en það flækir málið með SARS-CoV-2 að margir þeirra sem smitast fá mjög væg eða jafnvel engin einkenni.

Til þess að greina á milli þess hvort einkennalaus einstaklingur sem greinist jákvæður fyrir SARS-CoV-2 veirunni á kjarnsýruprófi sé með einkennalaust virkt smit eða sé búinn að jafna sig og því ekki lengur smitandi eru gerð blóðvökvapróf til þess að mæla hvort viðkomandi hafi myndað sértæk mótefni gegn veirunni.

Mótefnamælingar geta aðstoðað við að tímasetja smit af því að þær greina á milli mismunandi tegunda mótefna sem líkaminn framleiðir til þess að verjast veirunni. Þannig framleiðir líkaminn fyrst mótefni af gerðinni IgM. Framleiðsla IgM mótefna er nokkuð skammlíf en veitir einskonar fyrstu sértæku vörnina gegn veirunni. Í kjölfarið myndast svokölluð IgG mótefni en þau veita vörn til lengri tíma. Tilvist IgM og IgG mótefna geta þannig gefið til kynnar hversu langt er frá sýkingu.[1]

Þess má geta að þótt kjarnsýruprófið sem stuðst er við til þess að mæla SARS-CoV-2 sé helst notað til þess að gefa annað hvort jákvætt eða neikvætt svar, er það framkvæmt með mjög öflugri og næmri aðferð til magngreiningar. Þessi aðferð er kölluð „rauntíma PCR“ (e. real-time PCR), vegna þess að unnt er að fylgjast með framvindu hvarfsins á meðan það fer fram. Eftir því sem jákvætt svar gegn veiruerfðaefni kemur fyrr fram í hvarfinu þeim mun meira er af erfðaefninu í sýninu. Þessi eiginleiki prófsins hefur verið notaður til þess að reyna að spá fyrir um það hvort að einstaklingar séu með virkt smit eða ekki þar sem það getur verið milljónfaldur munur eða meira á magni veiruerfðaefnis á milli jákvæðra sýna sem greind eru með aðferðinni. Talið er ólíklegt að þau sýni sem gefa einungis jákvætt svar á síðustu stigum hvarfsins bendi til virkrar sýkingar sem gæti valdið smiti.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Jacofsky, D., Jacofsky, E. M., & Jacofsky, M. (2020). Understanding Antibody Testing for COVID-19. The Journal of arthroplasty, 35(7S), S74–S81. (Sótt 21.7.2020).
  2. ^ TWiV. (2020, 17. júlí). COVID-19 with Dr. Anthony Fauci. (Sótt 21.7.2020).

Myndir:

Höfundur

Erna Magnúsdóttir

dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ

Útgáfudagur

22.7.2020

Spyrjandi

Örn E. Ingason, Sæunn Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Erna Magnúsdóttir. „Hvernig er vitað hvort COVID-19 smit sé óvirkt? Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2020, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79722.

Erna Magnúsdóttir. (2020, 22. júlí). Hvernig er vitað hvort COVID-19 smit sé óvirkt? Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79722

Erna Magnúsdóttir. „Hvernig er vitað hvort COVID-19 smit sé óvirkt? Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2020. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79722>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er vitað hvort COVID-19 smit sé óvirkt? Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt?
Í heild var seinni spurningin svona:

Um Covid: "Alls voru fimm sýni jákvæð af þeim 1.875 sýnum sem greind voru úr landamæraskimuninni í gær. Fjögur reynust óvirk." (RÚV, 14.07.2020). Hvað þýðir það að sýni sé jákvætt en smit óvirkt?

Til þess að mæla hvort einstaklingur hafi smitast af SARS-CoV-2 veirunni sem veldur COVID-19 er kannað með kjarnsýrugreiningum hvort veiruerfðaefni sé til staðar í öndunarvegi einstaklings. Þetta próf segir þó ekki til um það hvort að sýkingarhæf veira sé til staðar, en kjarnsýruprófið gefur jákvætt svar jafnvel þótt erfðaefni veirunnar sé mikið niðurbrotið.

Í skimun fyrir COVID-19 er hægt að sjá hvort hvort erfðaefni veirunnar sé til staðar en það segir ekki til um hvort smit er virkt eða gamalt.

Mikinn öryggisútbúnað þarf til að mæla hvort sýkingarhæfar veirur séu til staðar (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvernig eru veirur greindar í mönnum?) og er það ekki gert sem hluti af skimunarprófum.

Það flækir enn frekar niðurstöður úr kjarnsýrugreiningarprófum að einstaklingar mælast oft jákvæðir mjög löngu eftir að þeir hafa unnið bug á veirunni. Talið er að veiruerfðaefni sé þá til staðar í dauðum frumum í öndunarvegi sem líkaminn á eftir að losa sig við. Í slíkum tilvikum er talið ólíklegt að veiran fjölgi sér og að fólk smiti aðra.

Til þess að greina á milli þess hvort einkennalaus einstaklingur sem greinist jákvæður fyrir SARS-CoV-2 veirunni á kjarnsýruprófi sé með einkennalaust virkt smit sem gæti smitað aðra, eða sé búinn að jafna sig eftir virkt smit og því ekki lengur smitandi eru gerð blóðvökvapróf til þess að mæla hvort viðkomandi hafi myndað sértæk mótefni gegn veirunni. Ef einkennalaus einstaklingur mælist með séræk mótefni gegn veirunni eru hverfandi líkur á að hann sé enn smitandi og því talað um að smitið sé óvirkt.

Í fyrsta fasa sýkingar þegar veiran er enn að fjölga sér bregst líkaminn við með því að framleiða mótefni gegn henni. Það tekur þó marga daga fyrir mótefnamagnið að verða nógu hátt til að útrýma veirunni og að sama skapi er það ekki mælanlegt fyrr en viku eftir smit, í allra fyrsta lagi. Almennt er talað um að mótefni séu mælanleg um viku eftir að einstaklingur fær fyrstu einkenni, en það flækir málið með SARS-CoV-2 að margir þeirra sem smitast fá mjög væg eða jafnvel engin einkenni.

Til þess að greina á milli þess hvort einkennalaus einstaklingur sem greinist jákvæður fyrir SARS-CoV-2 veirunni á kjarnsýruprófi sé með einkennalaust virkt smit eða sé búinn að jafna sig og því ekki lengur smitandi eru gerð blóðvökvapróf til þess að mæla hvort viðkomandi hafi myndað sértæk mótefni gegn veirunni.

Mótefnamælingar geta aðstoðað við að tímasetja smit af því að þær greina á milli mismunandi tegunda mótefna sem líkaminn framleiðir til þess að verjast veirunni. Þannig framleiðir líkaminn fyrst mótefni af gerðinni IgM. Framleiðsla IgM mótefna er nokkuð skammlíf en veitir einskonar fyrstu sértæku vörnina gegn veirunni. Í kjölfarið myndast svokölluð IgG mótefni en þau veita vörn til lengri tíma. Tilvist IgM og IgG mótefna geta þannig gefið til kynnar hversu langt er frá sýkingu.[1]

Þess má geta að þótt kjarnsýruprófið sem stuðst er við til þess að mæla SARS-CoV-2 sé helst notað til þess að gefa annað hvort jákvætt eða neikvætt svar, er það framkvæmt með mjög öflugri og næmri aðferð til magngreiningar. Þessi aðferð er kölluð „rauntíma PCR“ (e. real-time PCR), vegna þess að unnt er að fylgjast með framvindu hvarfsins á meðan það fer fram. Eftir því sem jákvætt svar gegn veiruerfðaefni kemur fyrr fram í hvarfinu þeim mun meira er af erfðaefninu í sýninu. Þessi eiginleiki prófsins hefur verið notaður til þess að reyna að spá fyrir um það hvort að einstaklingar séu með virkt smit eða ekki þar sem það getur verið milljónfaldur munur eða meira á magni veiruerfðaefnis á milli jákvæðra sýna sem greind eru með aðferðinni. Talið er ólíklegt að þau sýni sem gefa einungis jákvætt svar á síðustu stigum hvarfsins bendi til virkrar sýkingar sem gæti valdið smiti.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ Jacofsky, D., Jacofsky, E. M., & Jacofsky, M. (2020). Understanding Antibody Testing for COVID-19. The Journal of arthroplasty, 35(7S), S74–S81. (Sótt 21.7.2020).
  2. ^ TWiV. (2020, 17. júlí). COVID-19 with Dr. Anthony Fauci. (Sótt 21.7.2020).

Myndir:...