Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi með því að slá hana?

Borgþór Magnússon

Öll spurningin hljóðaði svona:
Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi síðar meir á ákveðnu svæði með að slá hana nokkur skipti í röð á því svæði?

Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er viðkvæm fyrir slætti á hásumri. Tilraunir voru gerðar fyrr á árum með að slá lúpínuna á mismunandi tímum frá vori til hausts. Þær leiddu í ljós að hún er viðkvæm fyrir slætti þegar hún er komin í fullan blóma, sem getur verið frá miðjum júní fram í fyrri hluta júlí.

Ef slegið er á þessum tíma drepst meirihluti plantnanna og grasvöxtur eykst í kjölfarið. Líklegt er að þetta stafi af því að rótarforði lúpínunnar er lítill á þessum tíma og nær hún ekki að byggja hann upp að nýju fyrir haustið. Ef hins vegar er slegið snemmsumars eða síðsumars verða afföll miklu minni og ná þær að vaxa upp að nýju svo lítið sér á breiðunum árið eftir.

Elstu heimildir um lúpínu á Íslandi eru frá 1885 en það var ekki fyrr en um miðja 20. öld sem farið var að nota hana til landgræðslu.

Slátt þarf að endurtaka nokkur ár í röð til að tryggja árangur. Þótt gömlu plönturnar drepist við sláttinn þá vaxa oftast nýjar upp af fræforða og geta viðhaldið stofninum ef ekkert er að gert. Mikilvægt er að slá lúpínu eins nærri jarðvegsyfirborði og mögulegt er. Lítið gagn er að slætti uppi á miðjum stöngli. Óþarfi er að fjarlægja lúpínu sem slegin er, hún rotnar og örvar grasvöxt. Slætti verður vart við komið nema á sæmilega sléttu landi, erfitt er um vik í bratta eða á mjög grýttu landi.

Mynd:

Höfundur

Borgþór Magnússon

vistfræðingur

Útgáfudagur

2.12.2019

Spyrjandi

Benedikt Egill Árnason

Tilvísun

Borgþór Magnússon. „Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi með því að slá hana?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77874.

Borgþór Magnússon. (2019, 2. desember). Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi með því að slá hana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77874

Borgþór Magnússon. „Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi með því að slá hana?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77874>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi með því að slá hana?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Er hægt að koma í veg fyrir að lúpína vaxi síðar meir á ákveðnu svæði með að slá hana nokkur skipti í röð á því svæði?

Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er viðkvæm fyrir slætti á hásumri. Tilraunir voru gerðar fyrr á árum með að slá lúpínuna á mismunandi tímum frá vori til hausts. Þær leiddu í ljós að hún er viðkvæm fyrir slætti þegar hún er komin í fullan blóma, sem getur verið frá miðjum júní fram í fyrri hluta júlí.

Ef slegið er á þessum tíma drepst meirihluti plantnanna og grasvöxtur eykst í kjölfarið. Líklegt er að þetta stafi af því að rótarforði lúpínunnar er lítill á þessum tíma og nær hún ekki að byggja hann upp að nýju fyrir haustið. Ef hins vegar er slegið snemmsumars eða síðsumars verða afföll miklu minni og ná þær að vaxa upp að nýju svo lítið sér á breiðunum árið eftir.

Elstu heimildir um lúpínu á Íslandi eru frá 1885 en það var ekki fyrr en um miðja 20. öld sem farið var að nota hana til landgræðslu.

Slátt þarf að endurtaka nokkur ár í röð til að tryggja árangur. Þótt gömlu plönturnar drepist við sláttinn þá vaxa oftast nýjar upp af fræforða og geta viðhaldið stofninum ef ekkert er að gert. Mikilvægt er að slá lúpínu eins nærri jarðvegsyfirborði og mögulegt er. Lítið gagn er að slætti uppi á miðjum stöngli. Óþarfi er að fjarlægja lúpínu sem slegin er, hún rotnar og örvar grasvöxt. Slætti verður vart við komið nema á sæmilega sléttu landi, erfitt er um vik í bratta eða á mjög grýttu landi.

Mynd:...