Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða seyði er í heiti Seyðisfjarðar?

Hallgrímur J. Ámundason

Tveir firðir með þessu nafni eru á landinu, annar á Austfjörðum og hinn á Vestfjörðum. Heiti þeirra eru alveg eins nú en svo hefur ekki alltaf verið. Í Landnámabók er sá eystra skrifaður Seyðarfjörður en sá vestra Seyðisfjörður. Ekki er þó víst að þessi munur sé til marks um mismunandi merkingu eða uppruna. Í íslensku máli eru nokkur orð sem geta verið grundvöllurinn að fyrri lið þessara örnefna og öll eru þau dregin af sögninni sjóða. Karlkynsorðin seyður og seyðir hafa merkinguna „eldhola“ eða „byrgður eldur“. Svo er einnig til kvenkynsorðið seyður sem merkir það sama. Þetta eru samstofna orð með sömu merkingu og þau geta öll verið grundvöllur örnefnanna.

Seyðisfjörður á Austfjörðum var í eina tíð nefndur Seyðarfjörður. Hugsanlega stafar nafnið frá þokumyndun í fjörðum; þar sem eitthvað er soðið þar myndast gufa.

Málfræðilega er það eignarfallsmynd orðsins seyðir sem liggur til grundvallar örnefninu Seyðisfjörður. Í tilviki örnefnisins Seyðarfjörður (sem kemur bara fyrir í mjög gömlum heimildum) getur eignarfallsmyndin hvort tveggja stafað frá kvenkyns- eða karlkynsorðinu seyður. Það er svo hins vegar gild spurning hvort „eldhola“ sé líkleg til að leggja heilum firði til nafn.

Á það hefur verið bent að einnig sé hugsanlegt að nafnið stafi frá þokumyndun í fjörðunum (samanber Austfjarðaþokuna) og má þá benda á að þar sem eitthvað er soðið þar myndast gufa. Annar möguleiki er að straumar eða iðuköst geti skýrt nafngiftina og straumlag líkist á einhvern hátt sjóðandi vatni. Það þarf heldur ekki að vera sama ástæða nafngiftar í hvorumtveggja firðinum þótt nöfnin líti nú eins út. Annar gæti til dæmis verið nefndur eftir þokuskilyrðum en hinn eftir straumlagi.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvaðan kemur nafnið Seyðisfjörður eða af hverju er það dregið?

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

14.6.2019

Spyrjandi

Thorsteinn Johann Thorsteinsson

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvaða seyði er í heiti Seyðisfjarðar?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2019, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77487.

Hallgrímur J. Ámundason. (2019, 14. júní). Hvaða seyði er í heiti Seyðisfjarðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77487

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvaða seyði er í heiti Seyðisfjarðar?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2019. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77487>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða seyði er í heiti Seyðisfjarðar?
Tveir firðir með þessu nafni eru á landinu, annar á Austfjörðum og hinn á Vestfjörðum. Heiti þeirra eru alveg eins nú en svo hefur ekki alltaf verið. Í Landnámabók er sá eystra skrifaður Seyðarfjörður en sá vestra Seyðisfjörður. Ekki er þó víst að þessi munur sé til marks um mismunandi merkingu eða uppruna. Í íslensku máli eru nokkur orð sem geta verið grundvöllurinn að fyrri lið þessara örnefna og öll eru þau dregin af sögninni sjóða. Karlkynsorðin seyður og seyðir hafa merkinguna „eldhola“ eða „byrgður eldur“. Svo er einnig til kvenkynsorðið seyður sem merkir það sama. Þetta eru samstofna orð með sömu merkingu og þau geta öll verið grundvöllur örnefnanna.

Seyðisfjörður á Austfjörðum var í eina tíð nefndur Seyðarfjörður. Hugsanlega stafar nafnið frá þokumyndun í fjörðum; þar sem eitthvað er soðið þar myndast gufa.

Málfræðilega er það eignarfallsmynd orðsins seyðir sem liggur til grundvallar örnefninu Seyðisfjörður. Í tilviki örnefnisins Seyðarfjörður (sem kemur bara fyrir í mjög gömlum heimildum) getur eignarfallsmyndin hvort tveggja stafað frá kvenkyns- eða karlkynsorðinu seyður. Það er svo hins vegar gild spurning hvort „eldhola“ sé líkleg til að leggja heilum firði til nafn.

Á það hefur verið bent að einnig sé hugsanlegt að nafnið stafi frá þokumyndun í fjörðunum (samanber Austfjarðaþokuna) og má þá benda á að þar sem eitthvað er soðið þar myndast gufa. Annar möguleiki er að straumar eða iðuköst geti skýrt nafngiftina og straumlag líkist á einhvern hátt sjóðandi vatni. Það þarf heldur ekki að vera sama ástæða nafngiftar í hvorumtveggja firðinum þótt nöfnin líti nú eins út. Annar gæti til dæmis verið nefndur eftir þokuskilyrðum en hinn eftir straumlagi.

Mynd:

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvaðan kemur nafnið Seyðisfjörður eða af hverju er það dregið?

...