Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Ingólfsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Anna Ingólfsdóttir er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og einn af forstöðumönnum rannsóknaseturs í fræðilegri tölvunarfræði við sama skóla (ICE-TCS). Sérsvið Önnu er fræðileg tövunarfræði með áherslu á merkingafræði og réttleika gagnvirkra og samsíða hugbúnaðakerfa. Í þessu felst meðal annars þróun og rannsóknir á formlegum málum til að lýsa, greina og sanna að kerfin geri það sem þeim er ætlað á formlegan hátt.

Anna lauk BSc-gráðu í stærðfræði-eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1976, Msc-gráðu í stærðfræði-tölvunarfræði fá Háskólanum í Álaborg 1987 og PhD-gráðu í fræðilegri tölvunafræði frá Háskólanum í Sussex 1993. Að loknu BSc-námi frá Háskóla Íslands, kenndi Anna stærðfræði við Menntaskólann á Akureyri eða þangað til hún hóf framhaldsnám í stærðfræði við Álaborgarháskóla (AAU) með tölvunarfræði sem aukagrein, sem svo þróaðist yfir í að verða aðalgrein og leiddi síðan til doktorsnáms í fræðilegri tölvunarfræði við Háskólann í Sussex. Að loknu námi í Sussex, hélt hún aftur til Danmerkur og var í stöðu lektors, og síðar dósents, við AAU til ársins 2005.

Sérsvið Önnu er fræðileg tövunarfræði með áherslu á merkingafræði og réttleika gagnvirkra og samsíða hugbúnaðakerfa.

Á árunum 2002-2005 starfaði Anna fyrst við hugbúnaðarþróun hjá deCode genetics (í leyfi frá AAU) og síðar sem gestakennari við tölvunarfræðiskor Verkfræðideildar Háskóla íslands. Árið 2005 hóf Anna störf við Háskólann í Reykjavík, fyrst sem dósent en fékk síðan framgang í prófessorsstöðu árið 2007 og varð þar með einn fyrsti kvenprófessor Íslands í tölvunafræði.

Anna hefur starfað sem gestaprófessor við DTU í Kaupmannahöfn, AAU í Álaborg, Chinese Academy of Sciences í Peking og fleiri stöðum.

Á starfsferli sínum hefur Anna sinnt fjölda ábyrgðastarfa, svo sem gæðaráði fyrir tölvunarfræði í dönskum háskólum, dómnefndum fyrir umsóknir um prófessors- og dósentstöður heima og erlendis, leiðbeint doktorsnemum og nýdoktorum, setið í fagráði Rannís og í stjórn Hins íslenska vísindafélags. Hún hefur birt fjölda greina í alþjóðlegum tímaritum og ráðstefnum, setið í fjölda dagskrárnefnda og tekið þátt í að skipuleggja slíkar ráðstefnur.

Mynd:
  • Úr safni ÖI.

Útgáfudagur

9.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Ingólfsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2019, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76919.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 9. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Ingólfsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76919

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Ingólfsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2019. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76919>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Ingólfsdóttir rannsakað?
Anna Ingólfsdóttir er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og einn af forstöðumönnum rannsóknaseturs í fræðilegri tölvunarfræði við sama skóla (ICE-TCS). Sérsvið Önnu er fræðileg tövunarfræði með áherslu á merkingafræði og réttleika gagnvirkra og samsíða hugbúnaðakerfa. Í þessu felst meðal annars þróun og rannsóknir á formlegum málum til að lýsa, greina og sanna að kerfin geri það sem þeim er ætlað á formlegan hátt.

Anna lauk BSc-gráðu í stærðfræði-eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1976, Msc-gráðu í stærðfræði-tölvunarfræði fá Háskólanum í Álaborg 1987 og PhD-gráðu í fræðilegri tölvunafræði frá Háskólanum í Sussex 1993. Að loknu BSc-námi frá Háskóla Íslands, kenndi Anna stærðfræði við Menntaskólann á Akureyri eða þangað til hún hóf framhaldsnám í stærðfræði við Álaborgarháskóla (AAU) með tölvunarfræði sem aukagrein, sem svo þróaðist yfir í að verða aðalgrein og leiddi síðan til doktorsnáms í fræðilegri tölvunarfræði við Háskólann í Sussex. Að loknu námi í Sussex, hélt hún aftur til Danmerkur og var í stöðu lektors, og síðar dósents, við AAU til ársins 2005.

Sérsvið Önnu er fræðileg tövunarfræði með áherslu á merkingafræði og réttleika gagnvirkra og samsíða hugbúnaðakerfa.

Á árunum 2002-2005 starfaði Anna fyrst við hugbúnaðarþróun hjá deCode genetics (í leyfi frá AAU) og síðar sem gestakennari við tölvunarfræðiskor Verkfræðideildar Háskóla íslands. Árið 2005 hóf Anna störf við Háskólann í Reykjavík, fyrst sem dósent en fékk síðan framgang í prófessorsstöðu árið 2007 og varð þar með einn fyrsti kvenprófessor Íslands í tölvunafræði.

Anna hefur starfað sem gestaprófessor við DTU í Kaupmannahöfn, AAU í Álaborg, Chinese Academy of Sciences í Peking og fleiri stöðum.

Á starfsferli sínum hefur Anna sinnt fjölda ábyrgðastarfa, svo sem gæðaráði fyrir tölvunarfræði í dönskum háskólum, dómnefndum fyrir umsóknir um prófessors- og dósentstöður heima og erlendis, leiðbeint doktorsnemum og nýdoktorum, setið í fagráði Rannís og í stjórn Hins íslenska vísindafélags. Hún hefur birt fjölda greina í alþjóðlegum tímaritum og ráðstefnum, setið í fjölda dagskrárnefnda og tekið þátt í að skipuleggja slíkar ráðstefnur.

Mynd:
  • Úr safni ÖI.

...