Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Kristín Norðdahl stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Kristín Norðdahl er dósent í náttúrufræðimenntun við deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að hugmyndum leikskólabarna um náttúruna og hvernig má bregðast við þeim í skólastarfi, möguleikum upplýsingatækni í leikskólastarfi, umhverfismennt og sjálfbærnimenntun í leik- og grunnskólum ásamt hlutverki útiumhverfis í námi leik- og grunnskólabarna. Nýjasta rannsóknarviðfangsefni hennar snýr að notkun grunnskólanemenda á myndmiðlun í líffræðinámi og mögulegum áhrifum þess á nám þeirra.

Doktorsritgerð Kristínar fjallar um hlutverk útiumhverfis í íslenskum leik- og grunnskólum. Þar var athugað hvernig stefnumótendur, kennarar og börn sáu hlutverkið fyrir sér og hvernig það kom fram í starfi leikskólakennara og yngri barna kennara í grunnskóla.

Rannsóknir Kristínar hafa beinst að hugmyndum leikskólabarna um náttúruna og hvernig má bregðast við þeim í skólastarfi, möguleikum upplýsingatækni í leikskólastarfi, umhverfismennt og sjálfbærnimenntun í leik- og grunnskólum ásamt hlutverki útiumhverfis í námi leik- og grunnskólabarna.

Kristín hefur tekið þátt í ýmsum rannsóknar- og þróunarverkefnum hér á landi svo sem um útikennslu og náttúrufræðimenntun í leik- og grunnskóla, umhverfismennt í leikskóla og sjálfbærnimenntun í leik- og grunnskóla. Kristín hefur einnig tekið þátt í samnorrænum verkefnum um nám og kennslu sem eru styrkt af Nordplus. Eitt af þessum verkefnum var um náttúrufræðinám leikskólabarna, Natgrep, þar sem unnið var að viðmiðum um hvað skipti máli í slíku námi. Einnig hefur Kristín um árabil tekið þátt í tveimur öðrum samnorrænum verkefnum sem lúta að kennaramenntun. Þessi verkefni felast í þróun samnorrænna námskeiða fyrir kennaranema annars vegar um borgaravitund, fjölmenningu og sjálfbærni í Spica-verkefninu og hins vegar um náttúrufræðimenntun í Álku-verkefninu. Nýjasta norræna verkefnið sem Kristín tekur þátt í er um sjálfbærnimenntun leikskólabarna þar sem leitað er leiða til að ýta undir þann þátt í menntun ungra barna.

Kristín er fædd 1956. Hún lauk Fil. cand.-prófi í líffræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, kennslufræði til kennsluréttinda og síðan meistaraprófi í menntunarfræði frá Háskóla Íslands og varði doktorsritgerð sína í menntunarfræði frá Háskóla Íslands 2015. Kristín hefur kennt við Grunnskólann í Borgarnesi, Laugalækjarskóla í Reykjavík, Menntaskólann í Reykjavík, Fósturskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og frá 2008 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni KN.

Útgáfudagur

12.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Kristín Norðdahl stundað?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76608.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 12. desember). Hvaða rannsóknir hefur Kristín Norðdahl stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76608

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Kristín Norðdahl stundað?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76608>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Kristín Norðdahl stundað?
Kristín Norðdahl er dósent í náttúrufræðimenntun við deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að hugmyndum leikskólabarna um náttúruna og hvernig má bregðast við þeim í skólastarfi, möguleikum upplýsingatækni í leikskólastarfi, umhverfismennt og sjálfbærnimenntun í leik- og grunnskólum ásamt hlutverki útiumhverfis í námi leik- og grunnskólabarna. Nýjasta rannsóknarviðfangsefni hennar snýr að notkun grunnskólanemenda á myndmiðlun í líffræðinámi og mögulegum áhrifum þess á nám þeirra.

Doktorsritgerð Kristínar fjallar um hlutverk útiumhverfis í íslenskum leik- og grunnskólum. Þar var athugað hvernig stefnumótendur, kennarar og börn sáu hlutverkið fyrir sér og hvernig það kom fram í starfi leikskólakennara og yngri barna kennara í grunnskóla.

Rannsóknir Kristínar hafa beinst að hugmyndum leikskólabarna um náttúruna og hvernig má bregðast við þeim í skólastarfi, möguleikum upplýsingatækni í leikskólastarfi, umhverfismennt og sjálfbærnimenntun í leik- og grunnskólum ásamt hlutverki útiumhverfis í námi leik- og grunnskólabarna.

Kristín hefur tekið þátt í ýmsum rannsóknar- og þróunarverkefnum hér á landi svo sem um útikennslu og náttúrufræðimenntun í leik- og grunnskóla, umhverfismennt í leikskóla og sjálfbærnimenntun í leik- og grunnskóla. Kristín hefur einnig tekið þátt í samnorrænum verkefnum um nám og kennslu sem eru styrkt af Nordplus. Eitt af þessum verkefnum var um náttúrufræðinám leikskólabarna, Natgrep, þar sem unnið var að viðmiðum um hvað skipti máli í slíku námi. Einnig hefur Kristín um árabil tekið þátt í tveimur öðrum samnorrænum verkefnum sem lúta að kennaramenntun. Þessi verkefni felast í þróun samnorrænna námskeiða fyrir kennaranema annars vegar um borgaravitund, fjölmenningu og sjálfbærni í Spica-verkefninu og hins vegar um náttúrufræðimenntun í Álku-verkefninu. Nýjasta norræna verkefnið sem Kristín tekur þátt í er um sjálfbærnimenntun leikskólabarna þar sem leitað er leiða til að ýta undir þann þátt í menntun ungra barna.

Kristín er fædd 1956. Hún lauk Fil. cand.-prófi í líffræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, kennslufræði til kennsluréttinda og síðan meistaraprófi í menntunarfræði frá Háskóla Íslands og varði doktorsritgerð sína í menntunarfræði frá Háskóla Íslands 2015. Kristín hefur kennt við Grunnskólann í Borgarnesi, Laugalækjarskóla í Reykjavík, Menntaskólann í Reykjavík, Fósturskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og frá 2008 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni KN.

...