Hver er uppruni orðsins lúsablesi? Hvað merkja orðin lúsa og blesi þarna?Orðið lúsablesi virðist samkvæmt heimildum koma upp um miðja 20. öld sem skammaryrði um ómerkilegan mann en einnig um lúsugan mann. Það er samsett úr orðunum lús ‘lítið sníkjudýr sem heldur sig á mönnum, skepnum og jurtum’ og blesi, oftar blesa, ‘ljós blettur framan á höfði dýra, einkum hesta’. Blesi var til í fornu máli sem viðurnefni og hefur nafnberinn líklega haft einhvern blett í andliti sem minnti á blesu. Blesi er algengt heiti á blesóttum hesti, það er með blesu á enni. Hvernig á samsetningunni lúsablesi stendur hefur mér ekki tekist að hafa upp á. Orðið er mjög niðrandi, og ávallt hefur verið neikvætt að vera lúsugur. Mynd:
Hvað er lúsablesi?
Útgáfudagur
10.10.2018
Spyrjandi
Fjalarr Páll Mánason
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvað er lúsablesi?“ Vísindavefurinn, 10. október 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76025.
Guðrún Kvaran. (2018, 10. október). Hvað er lúsablesi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76025
Guðrún Kvaran. „Hvað er lúsablesi?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76025>.