Sólin Sólin Rís 08:28 • sest 17:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:19 • Sest 10:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:30 • Síðdegis: 18:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:24 • Síðdegis: 12:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:28 • sest 17:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:19 • Sest 10:40 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:30 • Síðdegis: 18:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:24 • Síðdegis: 12:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir seil sem stundum kemur fyrir í örnefnum?

Svavar Sigmundsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Heil og sæl . Hvað er seil? Sem heit á stað á jörð eða örnefni? T.d. Miklavatnsseil eða -seilar, Hreiðurseil, Fremri- og Heimri-Hnúkaseil, Mógrafarseil. Veit Vísindavefurinn það?

Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, kelda‘. Það er skylt orðinu søyl í nýnorsku sem merkir ‚forarpyttur‘ og søle í dönsku sem merkir ‚for, bleyta‘. Bæjarnafnið Seyla í Skagafirði er náskylt þessu orði og sömu merkingar. Orðið seil merkir hins vegar ‚band, taug‘ og á ekkert skylt við seyl en þessi tvö orð hafa fallið saman í framburði þegar y og i féllu saman við afkringingu yfsilons, líklega á 16. öld.

Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, kelda‘.

Í örnefnalýsingum í Stofnun Árna Magnússonar sem að mestu voru skrifaðar á síðustu öld er nafnmyndin Seil algengari en Seyl. Þó má nefna að í örnefnalýsingu Jaðars í Hrunamannahreppi, Árnessýslu er nefnt örnefnið Seyl um mýrarblett, og í lýsingu Brekku á Ingjaldssandi, Vestur-Ísafjarðarsýslu er Seyl nafn á mýri. Nafnið og nafnliðinn sem um er spurt ætti því að skrifa Seyl (-seyl) að réttu lagi.

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

11.12.2018

Spyrjandi

Ólafur Gylfason

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir seil sem stundum kemur fyrir í örnefnum?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2018, sótt 18. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75759.

Svavar Sigmundsson. (2018, 11. desember). Hvað merkir seil sem stundum kemur fyrir í örnefnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75759

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir seil sem stundum kemur fyrir í örnefnum?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2018. Vefsíða. 18. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75759>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir seil sem stundum kemur fyrir í örnefnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Heil og sæl . Hvað er seil? Sem heit á stað á jörð eða örnefni? T.d. Miklavatnsseil eða -seilar, Hreiðurseil, Fremri- og Heimri-Hnúkaseil, Mógrafarseil. Veit Vísindavefurinn það?

Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, kelda‘. Það er skylt orðinu søyl í nýnorsku sem merkir ‚forarpyttur‘ og søle í dönsku sem merkir ‚for, bleyta‘. Bæjarnafnið Seyla í Skagafirði er náskylt þessu orði og sömu merkingar. Orðið seil merkir hins vegar ‚band, taug‘ og á ekkert skylt við seyl en þessi tvö orð hafa fallið saman í framburði þegar y og i féllu saman við afkringingu yfsilons, líklega á 16. öld.

Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, kelda‘.

Í örnefnalýsingum í Stofnun Árna Magnússonar sem að mestu voru skrifaðar á síðustu öld er nafnmyndin Seil algengari en Seyl. Þó má nefna að í örnefnalýsingu Jaðars í Hrunamannahreppi, Árnessýslu er nefnt örnefnið Seyl um mýrarblett, og í lýsingu Brekku á Ingjaldssandi, Vestur-Ísafjarðarsýslu er Seyl nafn á mýri. Nafnið og nafnliðinn sem um er spurt ætti því að skrifa Seyl (-seyl) að réttu lagi.

Mynd:

...