Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Hannesson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Þorsteinn Hannesson er sérfræðingur hjá kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga. Þar hefur hann fyrst og fremst unnið að þróunarverkefnum er tengjast ofnrekstri, hráefnum og umhverfismálum.

Síðastliðin ár hefur megináherslan verið lögð á þróun hráefna fyrir Elkem, bæði á Íslandi og í Noregi. Hér er verið að feta nýjar leiðir við öflun hráefna. Hefðbundin leið er að skilgreina gæði hráefna út frá framleiðsluaðferðum og framleiðsluvöru hverju sinni – og leita síðan á mörkuðum að efnum sem uppfylla öll skilyrði. Nú er hins vegar verið að kanna leiðir til að hanna hráefnin. Með þessari nálgun er unnt að stjórna eðlis- og efnaeiginleikum hráefnanna mun betur. Þetta gefur meira svigrúm við öflun hráefna og um leið eykur þetta stöðugleika þeirra og ætti því að gefa meiri stöðugleika í rekstri ofnanna hjá Elkem. Þá hafa verið fundnar leiðir til að framleiða þessi hráefni hér innanlands.

Þorsteinn Hannesson er sérfræðingur hjá kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga.

Þetta er þróunarvinna sem hefur verið unnin i góðri samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Steypustöðina ehf. Nú þegar hafa verið framleidd um 14.000 tonn af mismunandi hráefnum fyrir Elkem Ísland og Elkem í Noregi. Þessar aðferðir hafa einnig verið notaðar til að endurvinna aukaafurðir og auka þannig hráefnisnýtingu og minnka umhverfisspor verksmiðjunnar á Grundartanga.

Þorsteinn Hannesson fæddist í Reykjavík árið 1951. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971, BS-prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands 1974 og doktorsprófi í eðlisefnafræði frá University of Michigan árið 1979. Frá árinu 1984 hefur hann starfað sem sérfræðingur hjá kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga.

Mynd:

  • Úr safni ÞH.

Útgáfudagur

18.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Hannesson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75465.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 18. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Hannesson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75465

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Hannesson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75465>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorsteinn Hannesson rannsakað?
Þorsteinn Hannesson er sérfræðingur hjá kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga. Þar hefur hann fyrst og fremst unnið að þróunarverkefnum er tengjast ofnrekstri, hráefnum og umhverfismálum.

Síðastliðin ár hefur megináherslan verið lögð á þróun hráefna fyrir Elkem, bæði á Íslandi og í Noregi. Hér er verið að feta nýjar leiðir við öflun hráefna. Hefðbundin leið er að skilgreina gæði hráefna út frá framleiðsluaðferðum og framleiðsluvöru hverju sinni – og leita síðan á mörkuðum að efnum sem uppfylla öll skilyrði. Nú er hins vegar verið að kanna leiðir til að hanna hráefnin. Með þessari nálgun er unnt að stjórna eðlis- og efnaeiginleikum hráefnanna mun betur. Þetta gefur meira svigrúm við öflun hráefna og um leið eykur þetta stöðugleika þeirra og ætti því að gefa meiri stöðugleika í rekstri ofnanna hjá Elkem. Þá hafa verið fundnar leiðir til að framleiða þessi hráefni hér innanlands.

Þorsteinn Hannesson er sérfræðingur hjá kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga.

Þetta er þróunarvinna sem hefur verið unnin i góðri samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Steypustöðina ehf. Nú þegar hafa verið framleidd um 14.000 tonn af mismunandi hráefnum fyrir Elkem Ísland og Elkem í Noregi. Þessar aðferðir hafa einnig verið notaðar til að endurvinna aukaafurðir og auka þannig hráefnisnýtingu og minnka umhverfisspor verksmiðjunnar á Grundartanga.

Þorsteinn Hannesson fæddist í Reykjavík árið 1951. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971, BS-prófi í efnafræði frá Háskóla Íslands 1974 og doktorsprófi í eðlisefnafræði frá University of Michigan árið 1979. Frá árinu 1984 hefur hann starfað sem sérfræðingur hjá kísiljárnverksmiðjunni á Grundartanga.

Mynd:

  • Úr safni ÞH.

...