Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Marjan Sirjani rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Marjan Sirjani er prófessor í hlutastarfi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og prófessor á sviði nýsköpunar, hönnunar og verkfræði við háskólann í Mälardalen í Svíþjóð.

Rannsóknir hennar snúa að notkun formlegra aðferða í hugbúnaðarverkfræði. Hún vinnur meðal annars að því að smíða og sannreyna líkön um samhliða vinnslu í hugbúnaði. Marjan og rannsóknahópur hennar eru frumkvöðlar í smíði verkfæra og óhlutbundinna aðferða til að sannreyna hugbúnað og virkni í samhliða og samtíma vinnslu. Frá árinu 2001 hefur hún unnið að rannsóknum með forritunarmálinu Rebeca sem er sérstaklega hannað til að brúa bilið milli formlegra aðferða og hefðbundinnar hugbúnaðarþróunar. Hún hefur einnig unnið við svokölluð samhæfingarforritunarmál eins og Reo.

Marjan Sirjani er prófessor í hlutastarfi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og prófessor á sviði nýsköpunar, hönnunar og verkfræði við háskólann í Mälardalen í Svíþjóð.

Marjan er meðstofnandi þekkingarsetursins ICE-ROSE í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, og stofnandi Formal Methods Laboratory við Teheran-háskóla. Hún hefur tekið þátt í skipulagningu fjölda alþjóðlegra ráðstefna og verið gestaritstjóri alþjóðlegra vísindarita í tölvunarfræði.

Marjan Sirjani er fædd árið 1965. Hún lauk BS-prófi í tölvuverkfræði frá Sharif-tækniháskólanum í Teheran og síðan doktorsprófi frá sama skóla árið 2004. Hún var meðal 50 aðila af 48.000 útskrifuðum nemendum skólans frá stofnun hans sem hlutu sérstaka viðurkenningu frá skólanum á hálfrar aldar afmæli hans árið 2016.

Marjan hefur starfað við rannsóknir við CWI í Hollandi auk þess sem hún var framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Behin Systems í rúman áratug. Hún var forseti hugbúnaðarverkfræðideildar Teheran-háskóla á árunum 2005-2008, áður en hún hóf kennslu og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur gegnt stöðu prófessors við HR frá 2013 og við háskólann í Mälardalen frá 2016.

Mynd:
  • Úr safni MS.

Útgáfudagur

7.2.2018

Síðast uppfært

2.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Marjan Sirjani rannsakað?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75086.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 7. febrúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Marjan Sirjani rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75086

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Marjan Sirjani rannsakað?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75086>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Marjan Sirjani rannsakað?
Marjan Sirjani er prófessor í hlutastarfi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og prófessor á sviði nýsköpunar, hönnunar og verkfræði við háskólann í Mälardalen í Svíþjóð.

Rannsóknir hennar snúa að notkun formlegra aðferða í hugbúnaðarverkfræði. Hún vinnur meðal annars að því að smíða og sannreyna líkön um samhliða vinnslu í hugbúnaði. Marjan og rannsóknahópur hennar eru frumkvöðlar í smíði verkfæra og óhlutbundinna aðferða til að sannreyna hugbúnað og virkni í samhliða og samtíma vinnslu. Frá árinu 2001 hefur hún unnið að rannsóknum með forritunarmálinu Rebeca sem er sérstaklega hannað til að brúa bilið milli formlegra aðferða og hefðbundinnar hugbúnaðarþróunar. Hún hefur einnig unnið við svokölluð samhæfingarforritunarmál eins og Reo.

Marjan Sirjani er prófessor í hlutastarfi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og prófessor á sviði nýsköpunar, hönnunar og verkfræði við háskólann í Mälardalen í Svíþjóð.

Marjan er meðstofnandi þekkingarsetursins ICE-ROSE í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, og stofnandi Formal Methods Laboratory við Teheran-háskóla. Hún hefur tekið þátt í skipulagningu fjölda alþjóðlegra ráðstefna og verið gestaritstjóri alþjóðlegra vísindarita í tölvunarfræði.

Marjan Sirjani er fædd árið 1965. Hún lauk BS-prófi í tölvuverkfræði frá Sharif-tækniháskólanum í Teheran og síðan doktorsprófi frá sama skóla árið 2004. Hún var meðal 50 aðila af 48.000 útskrifuðum nemendum skólans frá stofnun hans sem hlutu sérstaka viðurkenningu frá skólanum á hálfrar aldar afmæli hans árið 2016.

Marjan hefur starfað við rannsóknir við CWI í Hollandi auk þess sem hún var framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Behin Systems í rúman áratug. Hún var forseti hugbúnaðarverkfræðideildar Teheran-háskóla á árunum 2005-2008, áður en hún hóf kennslu og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur gegnt stöðu prófessors við HR frá 2013 og við háskólann í Mälardalen frá 2016.

Mynd:
  • Úr safni MS.

...