Hvenær sást orðatiltækið ´þyngra en tárum taki´ fyrst á prenti svo vitað sé? Hvað er átt við með orðatiltækinu?Orðasambandið heimilisbölið er þyngra en tárum taki er eignað Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605–1675). Að vísu mun hann hafa sagt þetta á latínu: mala domestica majora sunt lacrymis (malum ‘böl, skömm, skaði’; domesticus ‘sá sem heyrir til húsinu’; lacrymæ (ft.) ‘tár, grátur’). Þetta var haft eftir honum þegar hann frétti að dóttir hans, Ragnheiður, hefði eignast barn með Daða Halldórssyni, fyrrum aðstoðarmanni biskups. Í Biskupasögum Jóns prófasts Halldórssonar í Hítardal (1665–1736) segir svo frá þessu (1903:292):
Setti hann fyrst hljóðan um stund, þar til honum hrutu af munni orð Psamnetici Egyptalandskongs í viðlíku, en ekki sama, sorgarstandi: Mala domestica majora sunt lacrymis, eður, að heimilisböl sitt væri stærra en hann gæti grátið það.

Orðasambandið heimilisbölið er þyngra en tárum taki er eignað Brynjólfi biskupi Sveinssyni (1605–1675). Málverk af Brynjólfi biskupi úr handriti frá 18.öld.
- Biskupasögur Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal. 1903. I. bindi. Sögufélag, Reykjavík.
- Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson. 1966. Íslenzkir málshættir. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson. 2010. Kjarni málsins. Bókafélagið, Reykjavík.
- Jón Espólín. 1821. Íslands Árbækur í sögu-formi. VII. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.
- Jón G. Friðjónsson. 2014. Orð að sönnu. Íslenskir málshættir og orðskviðir. Forlagið, Reykjavík.
- File:Brynjólfur sveinsson.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 12.12.2017).
- File:Statue Psamtik II Louvre.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 20.12.2017).