Eru vínber raunverulega ber? Á íslensku inniheldur orðið vínber augljóslega ber en yfirleitt er það ekki þannig í erlendum tungumálum. Síðan er mjög mismunandi eftir því hvar maður leitar hvert svarið við þessari spurningu er. Auk þess hef ég tekið eftir því að það er mismunandi eftir menningarheimum hvert svarið er. Til dæmis trúa flestir hér á Íslandi því að vínber sé ber en í Chile, sem er frægt fyrir vínberjaræktun segir fólk að vínber séu ekki ber.Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já. Grasafræðingar flokka vínber (Vitis vinifera) til berja og það á reyndar einnig við um ýmsa ávexti sem við teljum ekki til berja í daglegu tali, til dæmis banana, tómata og lárperu. Í svari við spurningunni Er banani ber? segir þetta um skilgreiningu á berjum:
Grasafræðileg skilgreining á beri (e. berry) er að það er kjötmikill ávöxtur sem myndast úr einu blómlegi. Dæmi um slíka ávexti eru meðal annars vínber (Vitis vinifera) og bláber (Vaccinium myrtillus). Ber eru algengustu dæmi um aldinkjötmikla ávexti þar sem allt egglegið sjálft umbreytist í ætilegt aldinkjöt með misstór fræ í miðjum ávextinum.

Vínber í Síle. Grasafræðingar flokka vínber sem ber en það sama á ekki endilega við um hversdagslegan skilning fólks í sumum tungumálum, til að mynda í ensku og spænsku.
- Vinland, Ho! – The Armchair Sommelier. (Sótt 21.09.2017).
- File:Uva pisquera-Chile.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 21.09.2017).