Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Eldri-Edda, Sæmundaredda og Edda hin minni?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Eddukvæði finnast nær eingöngu í þremur heimildum. Flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Einnig eru eddukvæði í Snorra-Eddu en hún er meðal annars varðveitt í handritinu Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367), frá því snemma á 14. öld. Enn fremur finnast eddukvæði í fornaldarsögum Norðurlanda.

Áður fyrr var talið að Konungsbók eddukvæða væri tekin saman af Sæmundi fróða Sigfússyni (1056-1133) og var handritið því stundum nefnt Sæmundaredda og einnig Edda hin eldri. Snorra-Edda var þá Edda hin yngri. Þetta er hins vegar á misskilningi byggt og ekki rétt að bendla Sæmund fróða við Konungsbók eddukvæða.

Mynd sem sýnir hluta af forsíðu handrits Snorra-Eddu frá 18. öld.

Annað hugtak sem sumir velta fyrir sér er Edda hin minni. Það vísar til rits sem fræðimennirnir Andreas Heusler (1865-1940) og Wilhelm Ranisch (1865-1945) gáfu út árið 1903 og nefnist Eddica Minora en það þýðir Edda hin minni.[1] Í ritinu er safnað saman kvæðum sem ekki eru í Konungsbók eddukvæða en eru áþekk þeim. Flest koma þessi kvæði úr fornaldarsögum Norðurlanda og Snorra-Eddu en líka úr Flateyjarbók. Titillinn Edda hin minni gefur þá til kynna að Konungsbók eddukvæða sé Edda hin meiri. Frá því að Heusler og Ranisch söfnuðu kvæðunum saman í upphafi 20. aldar hafa þau almennt verið talin með eddkvæðum.

Tilvísun:
  1. ^ Eddica Minora: Dichtungen eddischer Art aus den Fornaldarsögur und anderen Prosawerken. Útg. Andreas Heusler og Wilhelm Ranisch. Dortmund: Wilh. Ruhfus, 1903.

Heimildir:

Mynd:

Rut spurði: Hvað er átt við með Snorra-Edda hin eldri og hvaða skáldskapur er í þeirri bók? Heiðrún spurði: Hver er munurinn á Snorra-Eddu og Sæmundar-Eddu?

Höfundur þakkar Ármanni Jakobssyni, prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ, fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.7.2023

Spyrjandi

Elisa Ros Samuelsdottir Gill, Rut Guðfinnsdóttir, Heiðrún Þórðardóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er Eldri-Edda, Sæmundaredda og Edda hin minni?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74506.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 7. júlí). Hvað er Eldri-Edda, Sæmundaredda og Edda hin minni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74506

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er Eldri-Edda, Sæmundaredda og Edda hin minni?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74506>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Eldri-Edda, Sæmundaredda og Edda hin minni?
Eddukvæði finnast nær eingöngu í þremur heimildum. Flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Einnig eru eddukvæði í Snorra-Eddu en hún er meðal annars varðveitt í handritinu Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367), frá því snemma á 14. öld. Enn fremur finnast eddukvæði í fornaldarsögum Norðurlanda.

Áður fyrr var talið að Konungsbók eddukvæða væri tekin saman af Sæmundi fróða Sigfússyni (1056-1133) og var handritið því stundum nefnt Sæmundaredda og einnig Edda hin eldri. Snorra-Edda var þá Edda hin yngri. Þetta er hins vegar á misskilningi byggt og ekki rétt að bendla Sæmund fróða við Konungsbók eddukvæða.

Mynd sem sýnir hluta af forsíðu handrits Snorra-Eddu frá 18. öld.

Annað hugtak sem sumir velta fyrir sér er Edda hin minni. Það vísar til rits sem fræðimennirnir Andreas Heusler (1865-1940) og Wilhelm Ranisch (1865-1945) gáfu út árið 1903 og nefnist Eddica Minora en það þýðir Edda hin minni.[1] Í ritinu er safnað saman kvæðum sem ekki eru í Konungsbók eddukvæða en eru áþekk þeim. Flest koma þessi kvæði úr fornaldarsögum Norðurlanda og Snorra-Eddu en líka úr Flateyjarbók. Titillinn Edda hin minni gefur þá til kynna að Konungsbók eddukvæða sé Edda hin meiri. Frá því að Heusler og Ranisch söfnuðu kvæðunum saman í upphafi 20. aldar hafa þau almennt verið talin með eddkvæðum.

Tilvísun:
  1. ^ Eddica Minora: Dichtungen eddischer Art aus den Fornaldarsögur und anderen Prosawerken. Útg. Andreas Heusler og Wilhelm Ranisch. Dortmund: Wilh. Ruhfus, 1903.

Heimildir:

Mynd:

Rut spurði: Hvað er átt við með Snorra-Edda hin eldri og hvaða skáldskapur er í þeirri bók? Heiðrún spurði: Hver er munurinn á Snorra-Eddu og Sæmundar-Eddu?

Höfundur þakkar Ármanni Jakobssyni, prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ, fyrir yfirlestur.

...