Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju spýta menn í lófana?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan er orðatiltækið "að spýta í lófana" komið?

Orðasambandið að spýta í lófana er ekki gamalt í málinu og sennilega ekki eldra en frá 20. öld. Einnig er talað um að skyrpa í lófana, samanber eftirfarandi dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

Við skulum skyrpa í lófana sögðu menn, þegar þeir ætluðu að kappróa stuttan spöl.

Til að ná betra taki á árahlummi getur verið gott að spýta í lófana.

Jón Friðjónsson skýrir sambandið í Mergi málsins (2006:564–565) og telur að líkingin sé dregin af því er menn spýta í lófana til að ná betra taki á handverkfærum (til dæmis skóflu) eða árahlummi. Það á vel við samböndin að spýta eða skyrpa í lófana en síður við elstu gerðina, blása í lófana, frá fyrri hluta 17. aldar í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

vér höfum eptirsetið, [ [...]] og höfum mátt blása í lófana.

Þarna virðist fremur átt við að hlýja köldum og stirðum fingrum með því að blása heitum andardrætti í lófana til þess til dæmis að auðveldara sé að taka um verkfæri.

Í þýsku er til orðasambandið in die Hände spucken (spucken = spýta) notað á sama eða svipaðan hátt og þau íslensku. Gera verður ráð fyrir að þarna séu tengsl á milli.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.11.2017

Síðast uppfært

29.11.2017

Spyrjandi

Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju spýta menn í lófana?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74372.

Guðrún Kvaran. (2017, 1. nóvember). Af hverju spýta menn í lófana? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74372

Guðrún Kvaran. „Af hverju spýta menn í lófana?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74372>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju spýta menn í lófana?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan er orðatiltækið "að spýta í lófana" komið?

Orðasambandið að spýta í lófana er ekki gamalt í málinu og sennilega ekki eldra en frá 20. öld. Einnig er talað um að skyrpa í lófana, samanber eftirfarandi dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

Við skulum skyrpa í lófana sögðu menn, þegar þeir ætluðu að kappróa stuttan spöl.

Til að ná betra taki á árahlummi getur verið gott að spýta í lófana.

Jón Friðjónsson skýrir sambandið í Mergi málsins (2006:564–565) og telur að líkingin sé dregin af því er menn spýta í lófana til að ná betra taki á handverkfærum (til dæmis skóflu) eða árahlummi. Það á vel við samböndin að spýta eða skyrpa í lófana en síður við elstu gerðina, blása í lófana, frá fyrri hluta 17. aldar í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

vér höfum eptirsetið, [ [...]] og höfum mátt blása í lófana.

Þarna virðist fremur átt við að hlýja köldum og stirðum fingrum með því að blása heitum andardrætti í lófana til þess til dæmis að auðveldara sé að taka um verkfæri.

Í þýsku er til orðasambandið in die Hände spucken (spucken = spýta) notað á sama eða svipaðan hátt og þau íslensku. Gera verður ráð fyrir að þarna séu tengsl á milli.

Mynd:

...