Hvaðan fá vísindamenn/líffræðingar fósturstofnfrumur? Banna íslensk lög notkun stofnfruma úr fósturvísum manna við rannsóknir?Stofnfrumur úr fósturvísum manna eru frumur sem við rétt skilyrði næringarefna og vaxtarþátta má rækta í tilraunaskál þannig að þær endurnýi sig endalaust með frumuskiptingu án þess að eðli dótturfrumanna breytist. Þessar frumur hafa jafnframt getu til þess að sérhæfa sig í alla vefi líkamans ef réttum aðferðum er beitt við ræktun og teljast þar með fjölhæfar (e. pluripotent). Við tölum um frumulínur (e. cell line) og er þá ein frumulína afleidd af einum fósturvísi.

Stofnfrumur hafa getu til þess að sérhæfa sig í alla vefi líkamans ef réttum aðferðum er beitt við ræktun og teljast þar með fjölhæfar.
- Alþingi. Lög um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Sótt 20.9.2018 af https://www.althingi.is/lagas/nuna/1996055.html.
- Wikimedia Commons - Human embryonic stem cells only A. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 2.10.2018).
- Haematopoiesis - Wikipedia. Myndrétthafi er Mikael Häggström. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. Texti íslenskaður af ritstjórn. (Sótt 16.02.2017).