Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju nota Íslendingar heitið Hróarskelda um Roskilde?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:
Af hverju kalla Íslendingar Roskilde Festival Hróarskeldu Festival?

Í ýmsum íslenskum fornritum er nefndur bærinn Hróiskelda þar sem átt er við Roskilde á Skáni. Nefna má vísu í Noregskonungatali í Fagurskinnu og í Morkinskinnu og Hróiskeldu í Hákonar sögu. Í Knýtlinga sögu, einni af Danakonunga sögum, er bærinn nefndur Róiskelda. Nafnið er því gamalt. Giskað er á að fyrri liðurinn sé gamaldanska mannsnafnið Roir en síðari liðurinn er sama og íslenska orðið kelda ‘pyttur, fen’. Karlmannsnafnið Roir hefur þróast úr myndinni HroiR.

Stór tónlistarhátið er árlega haldin nálægt bænum Hróarskeldu en bærinn er kenndur við Hróarr.

Norræna mannsnafnið Hróarr er vel þekkt í fornum bókmenntum til dæmis Landnámu, Íslendinga sögum og í þeim verkum sem nefnd voru hér fyrir framan. Það er því mjög eðlileg aðlögun myndarinnar Hróis- að hún verði Hróars- (karlkyn, eignarfall). Í dönskum og norskum karlmannsnöfnum er h-inu sleppt á undan –r, norska nafnmyndin er til dæmis Roar.

„Roskilde festival“ gengur vonandi almennt undir nafninu Hróarskelduhátíð á íslensku.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.5.2017

Spyrjandi

Björk Arnardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju nota Íslendingar heitið Hróarskelda um Roskilde?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73291.

Guðrún Kvaran. (2017, 4. maí). Af hverju nota Íslendingar heitið Hróarskelda um Roskilde? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73291

Guðrún Kvaran. „Af hverju nota Íslendingar heitið Hróarskelda um Roskilde?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73291>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju nota Íslendingar heitið Hróarskelda um Roskilde?
Upphaflega spurningin hljóðaði svo:

Af hverju kalla Íslendingar Roskilde Festival Hróarskeldu Festival?

Í ýmsum íslenskum fornritum er nefndur bærinn Hróiskelda þar sem átt er við Roskilde á Skáni. Nefna má vísu í Noregskonungatali í Fagurskinnu og í Morkinskinnu og Hróiskeldu í Hákonar sögu. Í Knýtlinga sögu, einni af Danakonunga sögum, er bærinn nefndur Róiskelda. Nafnið er því gamalt. Giskað er á að fyrri liðurinn sé gamaldanska mannsnafnið Roir en síðari liðurinn er sama og íslenska orðið kelda ‘pyttur, fen’. Karlmannsnafnið Roir hefur þróast úr myndinni HroiR.

Stór tónlistarhátið er árlega haldin nálægt bænum Hróarskeldu en bærinn er kenndur við Hróarr.

Norræna mannsnafnið Hróarr er vel þekkt í fornum bókmenntum til dæmis Landnámu, Íslendinga sögum og í þeim verkum sem nefnd voru hér fyrir framan. Það er því mjög eðlileg aðlögun myndarinnar Hróis- að hún verði Hróars- (karlkyn, eignarfall). Í dönskum og norskum karlmannsnöfnum er h-inu sleppt á undan –r, norska nafnmyndin er til dæmis Roar.

„Roskilde festival“ gengur vonandi almennt undir nafninu Hróarskelduhátíð á íslensku.

Mynd:

...