Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Við höfum áður fjallað um flugbíla á Vísindavefnum, til að mynda í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni? Niðurstaða þess svars eru sú að ekki er líklegt að hentugir og hagkvæmir flugbílar verði almenningseign í náinni framtíð. Ýmsar tæknilegar og eðlisfræðilegar hindranir standi í veginum fyrir því.
Þetta er ekki líkleg framtíðarsýn, ekki síst þar sem þessi bíll hefur enga vængi.
Þetta segir meðal annars í svari Þorsteins um vandann við flugbíla:
Annars vegar þurfa flugvélar yfirleitt meiri hraða á jörðinni til þess að hefja sig á loft en bílar ná yfirleitt, og hins vegar eru flugvélar allt öðruvísi í laginu en bílar, fyrst og fremst vegna vængjanna. Ef við reynum að minnka hraðann til móts við bíla, sem er vissulega mögulegt, þá þurfum við stærri vængi, og öfugt; ef við minnkum vængina til að flugvélin líkist bílum meira í lögun, þá þurfum við að auka flugtakshraðann.
Vegna þessa vanda, og annarra sem fjallað er um í svarinu, er ekki líklegt að við ferðumst um í framtíðinni á farartækjum sem líkjast bílum nútímans en geta engu að síður tekist á loft eins og flugvélar.
Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.