Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var é tvíhljóð fyrr á öldum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Stefán Karlsson handritafræðingur skrifaði árið 1989 ágæta grein sem hann nefndi „Tungan“. Hún birtist síðar í afmælisriti hans árið 2000 og er vísað í það hér. Þar gerði hann grein fyrir þróun tungumálsins, meðal annars sérhljóðakerfisins og skrifaði að á 13. öld hefði é (sem þá var einhljóð) fengið framburðinn íe (og síðar je). Það varð sem sagt í hljóðsögunni að tvíhljóði. (2000:24). Skilgreingin á tvíhljóðum er að um sé að ræða sérhljóð samsett úr tveimur hlutum sem hafa mismunandi hljóðgildi.

É varð í hljóðsögunni að tvíhljóði. Myndin sýnir él.

Við bendum þeim sem vilja lesa um é í nútímamáli á svar Eiríks Rögnvaldssonar við spurningunni Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?

Heimild:
  • Stefán Karlsson. 2000. Tungan. Í: Stafkrókar. Bls.19–75. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi: Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.3.2017

Síðast uppfært

15.3.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Var é tvíhljóð fyrr á öldum?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2017, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72701.

Guðrún Kvaran. (2017, 8. mars). Var é tvíhljóð fyrr á öldum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72701

Guðrún Kvaran. „Var é tvíhljóð fyrr á öldum?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2017. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72701>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var é tvíhljóð fyrr á öldum?
Stefán Karlsson handritafræðingur skrifaði árið 1989 ágæta grein sem hann nefndi „Tungan“. Hún birtist síðar í afmælisriti hans árið 2000 og er vísað í það hér. Þar gerði hann grein fyrir þróun tungumálsins, meðal annars sérhljóðakerfisins og skrifaði að á 13. öld hefði é (sem þá var einhljóð) fengið framburðinn íe (og síðar je). Það varð sem sagt í hljóðsögunni að tvíhljóði. (2000:24). Skilgreingin á tvíhljóðum er að um sé að ræða sérhljóð samsett úr tveimur hlutum sem hafa mismunandi hljóðgildi.

É varð í hljóðsögunni að tvíhljóði. Myndin sýnir él.

Við bendum þeim sem vilja lesa um é í nútímamáli á svar Eiríks Rögnvaldssonar við spurningunni Ég er að læra um einhljóð og tvíhljóð og velti fyrir mér hvort é sé?

Heimild:
  • Stefán Karlsson. 2000. Tungan. Í: Stafkrókar. Bls.19–75. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi: Reykjavík.

Mynd:

...