Orðin populus Romanus – Rómarlýður – vísuðu upphaflega til rómverskra borgara, það er frjálsborinna karlmanna, sem gátu gegnt herþjónustu. Seint á lýðveldistímanum og á keisaratímanum fóru þau að tákna sjálft rómverska ríkið. Senatus var öldungaráð Rómar en í skammstöfuninni stendur það fyrir stjórn ríkisins. Skammstöfunin varð opinbert tákn rómverska ríkisins. Hana var meðal annars að finna á opinberum skjölum og rómverskum peningum. Mynd:
Hvað stóð rómverska skammstöfunin S.P.Q.R fyrir?
Orðin populus Romanus – Rómarlýður – vísuðu upphaflega til rómverskra borgara, það er frjálsborinna karlmanna, sem gátu gegnt herþjónustu. Seint á lýðveldistímanum og á keisaratímanum fóru þau að tákna sjálft rómverska ríkið. Senatus var öldungaráð Rómar en í skammstöfuninni stendur það fyrir stjórn ríkisins. Skammstöfunin varð opinbert tákn rómverska ríkisins. Hana var meðal annars að finna á opinberum skjölum og rómverskum peningum. Mynd:
Útgáfudagur
25.3.2008
Spyrjandi
Helgi Freyr Jónsson, f. 1993
Tilvísun
Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað stóð rómverska skammstöfunin S.P.Q.R fyrir?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7252.
Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 25. mars). Hvað stóð rómverska skammstöfunin S.P.Q.R fyrir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7252
Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað stóð rómverska skammstöfunin S.P.Q.R fyrir?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7252>.